Flýtitenglar

Málþing um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum

Málþing um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum á vegum Byggðastofnunar, Háskólans á Akureyri, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verður haldið á Akureyri.
Málþingið sem er öllum opið fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 24. maí kl. 16:00

Dagskrá:
1. Erlend fjárfesting á Íslandi – ferli
Þórður Hilmarsson, Fjárfestingarstofu
2. Samvinna sveitarfélaga um Grímsstaði á Fjöllum
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
3. Ruðningsáhrif fjárfestingar í ferðaþjónustu
Ásbjörn Björgvinsson, Markaðsstofu Norðurlands
4. Byggðaáhrif uppbyggingar í ferðaþjónustu
Kjartan Ólafsson Háskólanum á Akureyri
5. Pallborðsumræður

Kaffiveitingar

Skrifstofa AÞ lokuð e.h föstudag v. aðalfundar

Skrifstofa AÞ verður lokuð eftir hádegi, föstudaginn 18. maí vegna aðalfundar AÞ sem haldinn er í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit og hefst kl. 14:00. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum eða um kl. 14:40 er fundurinn opinn gestum. Afhending hvatningarverðlauna AÞ 2012 fer fram og að því loknu hefst málþing  “Svæðaskipting í ferðaþjónustu og sameiginleg kynningarmál”

Aðalfundur AÞ fyrir árið 2011

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir árið 2011 fer fram í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit föstudaginn 18. maí 2012 kl. 14:00
Að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum eða um kl. 14:40 verður fundurinn opinn gestum og eftir stutt kaffihlé er afhending Hvatningarverðlauna AÞ 2012. Um kl. 15:15 hefst málþing þar sem umræðuefnið er “Svæðaskipting í ferðaþjónustu og sameiginleg kynningarmál” Meira →

Iceland Geothermal – ráðstefna í mars 2013

Klasasamstarfið Iceland Geothermal hófst á síðasta ári en innan klasans er m.a. unnið að ýmsum samstarfsverkefnum í mismunandi faghópum sem gert er ráð fyrir að skili af sér afurðum sem m.a. munu styrkja innviði jarðvarmans og vera grunnur fyrir framtíð klasasamstarfsins.
Boðað hefur verið til alþjóðlegrar ráðstefnu dagana 5. – 8. mars 2013
Iceland Geotherman Conference 2013, Exploration – Realization – Diverse Usage
en ráðstefnan verður haldin í Hörpunni í Reykjavík. Meira →

Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark

Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark verður haldinn fimmtudaginn 26. april nk. kl 20:00 í Skúlagarði, Kelduhverfi.
Hugmyndafræði jarðvanga miðar að sjálfbærri nýtingu og uppbyggingu; félagslega, efnahagslega og umhverfislega. Fá ef nokkur svæði á landinu eru betur til þess fallin að mæta markmiðum um aukna dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi en einmitt Norðausturland. Meira →