Flýtitenglar

Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark

Kynningarfundur um Jarðvang – Geopark verður haldinn fimmtudaginn 26. april nk. kl 20:00 í Skúlagarði, Kelduhverfi.
Hugmyndafræði jarðvanga miðar að sjálfbærri nýtingu og uppbyggingu; félagslega, efnahagslega og umhverfislega. Fá ef nokkur svæði á landinu eru betur til þess fallin að mæta markmiðum um aukna dreifingu ferðamanna í tíma og rúmi en einmitt Norðausturland. Meira →

VAKINN – fleiri fjarfundir um fræðslu og innleiðingu

Mjög góð viðbrögð hafa verið við fjarfundum fyrir ferðaþjónustuaðila um innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar og hefur nú einum fundi verið bætt við.
Þriðja fundinum hefur verið bætt við og verður hann 3. maí kl. 13 – 14. Skráningarfrestur er til miðnættis 2. maí. Fjórði fundur verður 4. maí kl. 13 – 14 og skráningarfrestur á þann fund er til miðnættis 3. maí.

Meira →

VAKINN – gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands aðstoðar ferðaþjónustuaðila við innleiðingu VAKANS.
Fræðslufundur um fyrstu skrefin er boðinn á netinu, (þátttakendur skrá sig og fá síðan senda slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn).

 

 Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn.
Fyrsti fræðslufundur er mánudaginn 23. apríl kl. 13:00 – 14:00 og endurtekinn föstudaginn 27. apríl á sama tíma.

Meira →

Ferðaþjónusta og ferðamál – erindi og pallborð í tilefni 25 ára afmælis HA

Í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri býður viðskipta og raunvísindadeild skólans í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála til fundar um málefni greinarinnar, þróun og framtíðarhorfur.
Tími: Föstudagurinn 13. apríl 2012 – 10.00-13.00
Staðsetning:
Salur M 101 í Miðborg – aðalbyggingu HA

Það er mikið fagnaðarefni að landsmenn horfi af alvöru til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þetta á sérstaklega við eftir hrun og virðist sem ferðaþjónustan hafi þá, líkt og áður þegar að hefur kreppt, komist inn í vitund landsmanna sem raunverulegur valkostur atvinnuuppbyggingar. Er það vel og fá þeir sem staðið hafa í áravís fyrir uppbyggingu í greininni nú viðurkenningu sinna starfa. Meira →

Greining innviða á Norðausturlandi

Á ríkisstjórnarfundi 9.mars sl. kynnti Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra skýrslu um greiningu innviða á Norðausturlandi. Skýrslan er unnin að tilhlutan verkefnisstjórnar sem starfar á grundvelli viljayfirlýsingar milli ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaganna Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga annaðist greininguna skv. verksamningi við Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið en fjölmargir aðilar veittu aðstoð við verkið, þeirra á meðal sveitarfélögin á svæðinu, Landsvirkjun, Landsnet og Íslandsstofa. Skýrslan er aðgengileg á pdf formi hér að neðan.

Greining innviða á Norðausturlandi