Flýtitenglar

Svanni – lánatryggingarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl.  Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní.
Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.

Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu.   Einnig  er gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki og að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsóknum ásamt ítarlegum fjárhagsupplýsingum. Mikilvægt er að umsóknir séu vel unnar og vandaðar. Meira →

Málþing – hvað gera erlendir ferðamenn á Norðurlandi?

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir stuttu málþingi á Akureyri nk. föstudag 9. mars milli kl. 10 – 12 á Hótel KEA.

Fundarefnið er:
Hvað gera erlendir ferðamenn á Norðurlandi?
Horfur, væntingar og millilandaflug.

Eftirfarandi erindi verða flutt; Meira →

Þingeyskt og þjóðlegt – Fundur 5. mars

Mánudagkvöldið 5. mars klukkan 20:00 býður Þingeyskt og þjóðlegt upp á áhugaverða fyrirlestra fyrir handverksfólk í Skúlagarði í Kelduhverfi. Þangað eru allir áhugasamir velkomnir.

Um leið býðst áhugasömum aðilum að verða stofnaðilar að verkefninu en það tækifæri gildir til 30. mars. Áhugasamir eru beðnir að tilkynna fundarþátttöku á netfangið kidagil@thingeyjarsveit.is eða í síma 464-1719 / 895-4742 ~ Guðrún.

Á dagskrá fundarins verður Inga Arnar, Þjóðbúninga og hannyrðavinnustofu Ingu Arnar með erindi um Fjölskyldutengsl í handverki og Sunneva Hafsteinsdóttir ræðir m.a. verðlagningu og markaðssetningu.

Sjá nánar í auglýsingu hér

 

Spegillinn og Áttavitinn

Íslandsstofa kynnir um þessar mundir tvö ný markaðsþróunarverkefni; Spegilinn og Áttavitann. Spegillinn er sérstaklega ætlaður fyrirtækjum í ferðaþjónustu en Áttavitinn er ætlaður fyrirtækjum í framleiðslu og hugverkagreinum.

Hvort um sig er átta til tíu mánaða rekstrar- og markaðsþróunarverkefni með þátttöku 8-10 fyrirtækja. Í verkefnisferlinu eru jafn margir fundir þar sem hvert þátttökufyrirtæki fær kynningu, en að baki henni liggur talsverð greiningarvinna ráðgjafa og fulltrúa viðkomandi fyrirtækis. Í upphafi verkefnisins skrifa þátttakendur undir trúnaðaryfirlýsingu.

Tilgangurinn með Speglinum er að gefa forsvarsmönnum fyrirtækja í ferðaþjónustu tækifæri til að bera hugmyndir sínar, framtíðarsýn, áætlanir, drauma og óskir undir hóp fólks í sömu stöðu, undir leiðsögn reynds ráðgjafa. Þannig má sannreyna hugmyndafræði, leiðrétta rangfærslur og endurskoða markmið og leiðir, áður en farið er af stað í raunverulega markaðssetning.

Í Áttavitanum er sams konar ferli beitt til að hjálpa stjórnendum fyrirtækja í framleiðslu og hugverkagreinum að koma auga á tækifæri til aukins árangurs, taka ákvarðanir um nauðsynlegar úrbætur og að koma þeim í framkvæmd.

Smellið á tenglana hér að neðan til að fræðast nánar um verkefnin.

Spegillinn

Áttavitinn