Flýtitenglar

Atvinnumál kvenna auglýsir umsóknir um styrki

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni.
Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000.

Sérstök ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur til og með 14.febrúar og  mun úthlutun fara fram í apríl. Meira →

Norðurljósin laða að ferðamenn

Íslandsstofa og Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir fræðslufundi um norðurljósin og áhrif þeirra á ferðaþjónustu.
Hver eru tækifærin, hver er markhópurinn, hvað þarf að hafa í huga við markaðssetningu og er hægt spá fyrir um hvenær norðurljósin koma?
Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 26. Janúar kl. 10:00–11:30.

Eftirfarandi erindi verða flutt:
Einar Sveinbjörnsson – veðurfræðingur: Hvað er vitað um hvenær norðurljós koma?
Friðrik Pálsson – Hótel Rangá: Sala og markaðssetning norðurljósa
Ragnar Th Sigurðsson – ljósmyndari: Atvinnuljósmyndarar = norðurljós, möguleg tækifæri? Meira →

Fjárfestingar í ferðaþjónustu

Landsbankinn og Íslandsstofa standa fyrir málþingi um fjárfestingar í ferðaþjónustu þann 25. janúar næstkomandi frá kl. 10-15 á Hilton Nordica hóteli. Þáttaka er án endurgjalds en skráning og nánari upplýsingar eru hjá Íslandsstofu – sjá nánar

Námskeiðið Sóknarbraut á Akureyri vorönn 2012

Á vormisseri 2012 verður boðið upp á Sóknarbraut á Akureyri. Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Kennsla fer fram með fyrirlestrum og vinnusmiðjum þar sem þátttakendur vinna að þróun sinna verkefna undir handleiðslu. Námskeiðið er öllum opið og eingöngu gerð sú krafa að þátttakendur hafi viðskiptahugmynd til að vinna með.
Skráningarfrestur er til 18. janúar og námskeiðið hefst 24. janúar. sjá nánar

Evrópursamvinna – kynning á tækifærum

Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á  styrkja- og samstarfstækifærum á vegum evrópskra og norrænna samstarfsáætlana. Kynningin fer fram á Háskólatorgi, fimmtudaginn 12. janúar kl.15:00-17:30 og er kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs. sjá nánar