Flýtitenglar

Ferðaþjónusta og ferðamál – erindi og pallborð í tilefni 25 ára afmælis HA

Í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri býður viðskipta og raunvísindadeild skólans í samstarfi við Rannsóknamiðstöð ferðamála til fundar um málefni greinarinnar, þróun og framtíðarhorfur.
Tími: Föstudagurinn 13. apríl 2012 – 10.00-13.00
Staðsetning:
Salur M 101 í Miðborg – aðalbyggingu HA

Það er mikið fagnaðarefni að landsmenn horfi af alvöru til uppbyggingar í ferðaþjónustu. Þetta á sérstaklega við eftir hrun og virðist sem ferðaþjónustan hafi þá, líkt og áður þegar að hefur kreppt, komist inn í vitund landsmanna sem raunverulegur valkostur atvinnuuppbyggingar. Er það vel og fá þeir sem staðið hafa í áravís fyrir uppbyggingu í greininni nú viðurkenningu sinna starfa. Meira →

Greining innviða á Norðausturlandi

Á ríkisstjórnarfundi 9.mars sl. kynnti Oddný G Harðardóttir, iðnaðarráðherra skýrslu um greiningu innviða á Norðausturlandi. Skýrslan er unnin að tilhlutan verkefnisstjórnar sem starfar á grundvelli viljayfirlýsingar milli ríkisstjórnar Íslands og sveitarfélaganna Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga annaðist greininguna skv. verksamningi við Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið en fjölmargir aðilar veittu aðstoð við verkið, þeirra á meðal sveitarfélögin á svæðinu, Landsvirkjun, Landsnet og Íslandsstofa. Skýrslan er aðgengileg á pdf formi hér að neðan.

Greining innviða á Norðausturlandi

Svanni – lánatryggingarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um lánatryggingar í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna og er umsóknarfrestur til og með 16. apríl.  Sótt er um rafrænt á heimasíðunni www.svanni.is en gert er ráð fyrir því að úthluta lánatryggingum eigi síðar en 16.júní.
Sérstök athygli er vakin á því að nú er hægt er að sækja um lánatryggingar allt árið um kring en úthlutað verður tvisvar á ári, að vori og að hausti.

Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um lánatryggingu.   Einnig  er gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki og að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsóknum ásamt ítarlegum fjárhagsupplýsingum. Mikilvægt er að umsóknir séu vel unnar og vandaðar. Meira →

Málþing – hvað gera erlendir ferðamenn á Norðurlandi?

Markaðsstofa Norðurlands stendur fyrir stuttu málþingi á Akureyri nk. föstudag 9. mars milli kl. 10 – 12 á Hótel KEA.

Fundarefnið er:
Hvað gera erlendir ferðamenn á Norðurlandi?
Horfur, væntingar og millilandaflug.

Eftirfarandi erindi verða flutt; Meira →