Flýtitenglar

Stofnfundur Mýsköpunar

Nú líður að stofnfundi Mýsköpunar, félags sem hefur verið komið á laggirnar að frumkvæði sveitastjórnar Skútustaðahrepps en auk þeirra hafa fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Háskólanum á Akureyri og Matís komið að undirbúningi félagsins. Kynningarfundur um verkefnið var haldinn í júní sl. og var hann vel sóttur. Stofnfundur er fyrirhugaður í Reykjahlíðarskóla 12. september nk. kl. 16.   Meira →

Fuglastígurinn á Birdfair 2012

Hin árlega fuglaskoðarahátíð Birdfair fór fram í Rutland á Englandi dagana 17-19 ágúst. Birdfair hátíðin fagnar 25 ára afmæli á næsta ári en hún hefur unnið sér sess sem stærsti viðburður í heimi á vetvangi fuglaskoðunar. Hefur hún m.a. verið nefnt Glastonbury hátíð fuglaskoðara. Meira →

Opið fyrir umsóknir í 7. rannsóknaáætluninni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í 7. rannsóknaáætlun ESB en hún gildir fyrir árin 2007-2013. Markmið áætlunarinnar er að styðja við rannsóknir á öllum fræðasviðum í gegnum samstarfsverkefni Evrópuþjóða og fjölmargra landa utan Evrópu, með það fyrir augum að gera Evrópu að fremsta þekkingarsvæði heimsins. Íslendingar eru fullgildir aðilar að áætluninni í gegnum EES samninginn. Meira →