Flýtitenglar

Flug til Húsavíkur árið um kring

Flugfélagið Ernir hefur tekið þá ákvörðun að halda flugi til Húsavíkur áfram allt árið um kring og munu bókanir í flugin í vetur hefjast í dag 30. Júlí.

Áætlunarflug hófst á Húsavík 15. Apríl 2012 eftir um 14 ára bið heimamanna eftir reglubundnu áætlunarflugi og var  um tilraunaverkefni að ræða út september sama ár. Þróunin á þessari flugileið hefur hins vega verið á þá leið að ákvörðun var tekin um að opna fyrir flug allt árið til og frá Húsavík .

Meira →

Sumaropnun skrifstofu AÞ

Skrifstofa Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verður opin í sumar frá kl. 8 - 16. 
Vegna sumarleyfa verður lokað í tvær vikur, frá 23. júlí - 3. ágúst.

Kynningarfundur á vegum Thorsil ehf.

Thorsil ehf., sem áformar að byggja kisilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík, hefur auglýst drög að matsáætlun til kynningar fyrir almenningi. Af því tilefni boðar Thorsil til almenns fundar á Húsavík þar sem verkefnið verður kynnt. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar stéttarfélags, þriðjudaginn 26. júní kl 17:00.

Hvatningarverðlaun AÞ afhent í ellefta sinn.

Á aðalfundi AÞ sem fram fór 18.maí sl. voru hvatningarverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga afhent í ellefta sinn.

Í samþykkt stjórnarinnar um tilgang hvatningarverðlaunanna segir:
“Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga skal á hverju ári veita viðurkenningu, eina eða fleiri, fyrir framúrskarandi starf á starfssvæði félagsins.
Viðurkenningin getur verið fyrir: Nýsköpun, góðan árangur í rekstri, frumkvæði eða annað það sem styrkir atvinnulífið og gerir það fjölbreyttara. Einnig er hægt að veita viðurkenningu fyrir góðan árangur í opinberri þjónustu og árangursríku menningarstarfi . Viðurkenninguna skal veita á aðalfundi félagsins ár hvert.”

Að þessu sinni ákvað stjórn AÞ að veita Mýflugi hf. og stjórnendum félagsins viðurkenningu fyrir þrautseigju og útsjónarsemi við að halda úti sérhæfðri flugstarfsemi í meira en aldarfjórðung. Meira →