Flýtitenglar

Kynningarfundur Norðurþings og PCC SE á Húsavík

Í gær, 13. desember var haldinn opinn kynningarfundur á vegum Norðurþings og PCC SE, fyrirtækjasamsteypunnar sem stefnir að uppbyggingu kísilmálmerksmiðju á Bakka. Sem kunnugt er undirrituðu forsvarsmenn Norðurþings og PCC viljayfirlýsingu 21. október um að kanna möguleika á slíku verkefni.
Fyrirtækið hefur einnig skoðað aðra staðsetningarmöguleika fyrir kísilmálmverksmiðju en eftir að hafa kynnt sér aðstæður hér og rætt við væntanlega samstarfsaðila var ákveðið ráðast í frekari hagvæmniathugun hér. Vinna er þegar hafin við mat á umhverfisáhrifum og er sú vinna í höndum EFLU verkfræðistofu. Meira →

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi (SANA) var haldinn á Húsavík 9. nóvember sl.

Að undirbúningi stofnfundarins, í samvinnu við AÞ, stóðu Hlífar Karlsson frá Rifósi, Hilmar Dúi Björgvinsson frá Garðvík og Pétur Snæbjörnsson Hótel Reynihlíð og voru þeir einnig kosnir í fyrstu stjórn félagsins. Varamenn í stjórn eru Víðir Pétursson og Sigurjón Benediktsson.

Stjórn mun koma saman og skipta með sér verkum. Meira →