Flýtitenglar

Opnunartími skrifstofu AÞ

Skrifstofa AÞ verður opin sem hér segir;

Föstudaginn 23. desember opið frá kl. 08:00 - 12:00
Þriðjudaginn 27. desember lokað
Frá miðvikudeginum 28. desember er hefðbundinn opnunartími 08:00 - 17:00

Gleðilega jólahátíð.

Ferðaþjónustureikningar 2009-2011

Hagstofan hefur nú birt ritið Ferðþjónustureikninga 2009-2011. Í þeim er að finna heildstætt yfirlit yfir ferðaþjónustu árið 2009 en jafnframt á ætlun um þróun ferðaþjónustunnar innanlands á árunum 2010 og 2011. Ritið má skoða í heild á vef hagstofunnar en þar eru jafnframt dregnar saman þessar helstu niðurstöður: Meira →

Millilandaflug til Norðurlands - lokaverkefni

Friðrik Sigurðsson á Húsavík hefur að undanförnu lagt stund á nám í flugrekstrarfræði við Flugakademíu Keilis.  Hann valdi sér það viðfangsefni til lokaverkefnis að kanna möguleika á frekara beinu millilandaflugi til Norðurlands. Í verkefninu skoðar hann hvaða möguleikar eru til staðar á Norðausturlandi  til þess að taka á móti slíkum ferðahópum.
Liður í verkefnisvinnunni var vettvangsferð til þriggja staða í Svíþjóð og Finnlandi sem staðsettir eru nálægt heimskautsbaug líkt og Norðausturland, en hafa allir náð góðum árangri í vetrarferðamennsku.
Friðrik kemst að þeirri niðurstöðu að veruleg sóknarfæri liggi í frekara millilandaflugi til Norðurlands og það eigi því framtíðina fyrir sér í vetrarferðamennsku.

Verkefnið má lesa í heild sinni á eftirfarandi tengli:

Eru tækifæri fyrir beint millilandaflug til Norðurlands yfir vetrartímann?

Í því sambandi má einnig benda á greinargerð um Húsavíkurflugvöll sem unnin var af starfshópi sem stofnaður var í kjölfar málþings í tengslum við aðalfund Atvinnuþróunarfélagsins.

Húsavíkurflugvöllur í Aðaldal 2011

Kynningarfundur Norðurþings og PCC SE á Húsavík

Í gær, 13. desember var haldinn opinn kynningarfundur á vegum Norðurþings og PCC SE, fyrirtækjasamsteypunnar sem stefnir að uppbyggingu kísilmálmerksmiðju á Bakka. Sem kunnugt er undirrituðu forsvarsmenn Norðurþings og PCC viljayfirlýsingu 21. október um að kanna möguleika á slíku verkefni.
Fyrirtækið hefur einnig skoðað aðra staðsetningarmöguleika fyrir kísilmálmverksmiðju en eftir að hafa kynnt sér aðstæður hér og rætt við væntanlega samstarfsaðila var ákveðið ráðast í frekari hagvæmniathugun hér. Vinna er þegar hafin við mat á umhverfisáhrifum og er sú vinna í höndum EFLU verkfræðistofu. Meira →

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi

Stofnfundur samtaka atvinnurekenda á Norðausturlandi (SANA) var haldinn á Húsavík 9. nóvember sl.

Að undirbúningi stofnfundarins, í samvinnu við AÞ, stóðu Hlífar Karlsson frá Rifósi, Hilmar Dúi Björgvinsson frá Garðvík og Pétur Snæbjörnsson Hótel Reynihlíð og voru þeir einnig kosnir í fyrstu stjórn félagsins. Varamenn í stjórn eru Víðir Pétursson og Sigurjón Benediktsson.

Stjórn mun koma saman og skipta með sér verkum. Meira →