Flýtitenglar

Aftur heim


Aftur heim er þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að efla tengsl við brottflutta unga listamenn úr Þingeyjarsýslu.

Að verkefninu stendur Menningarráð Eyþings í samstarfi við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Menningarmiðstöð Þingeyinga.

Verkefnið nær yfir sex sveitarfélög á Norðausturlandi;
Langanesbyggð, Norðurþing, Skútustaðahrepp, Svalbarðshrepp, Tjörneshrepp og Þingeyjarsveit, með sérstakri áherslu á jaðarsvæði.

Meginmarkmið þess er að virkja fólk á aldrinum 20-35 ára sem á rætur á umræddu svæði og stundar eða hefur lokið námi á sviði lista, menningar og skapandi greina til þess að taka þátt í eða standa að menningarverkefnum á svæðinu.

Verkefnið samanstendur af þremur þáttum. Í boði eru annars vegar verkefnastyrkir og hins vegar ferðastyrkir til þess unga fólks sem uppfyllir tiltekin skilyrði. Þriðji þátturinn snýr að söfnun og miðlun upplýsinga um verkefnið og þátttakendur. Sett verður upp heimasíða þar sem upplýsingum um þátttakendur, einstök verkefni og framgang þeirra verður safnað og komið á framfæri. Þannig verður til gagnabanki til framtíðar, fyrir sveitarfélög og aðra aðila sem geta nýtt sér þekkingu og hæfni þátttakenda.

Nánari upplýsingar um Aftur heim má nálgast á heimasíðu og Facebook síðu verkefnisins:

Heimasíða Aftur heim

Aftur heim á Facebook