Flýtitenglar

Raufarhöfn og framtíðin

Árið 2012 hófst tilraunaverkefni á Raufarhöfn að frumkvæði Byggðastofnunar. Verkefnið sem hlaut heitið „Brothættar byggðir“ nær nú að auki til Bíldudals, Breiðdalshrepps, Hríeyjar, Grímseyjar, Öxarfjarðar og Skaftárhrepps.

Raufarhöfn er komið á það stig að fyrirliggja verkefni sem þarf að vinna og hafa þau verið borin undir íbúa til samþykktar. Verkefnin og markmiðin voru unnin upp úr niðurstöðum íbúaþings, markmiðum Sóknaráætlunar landshlutans og þeim greiningum sem hafa verið gerðar fyrir svæðið á undanförnum árum.

Íbúum hefur fjölgað á Raufarhöfn undanfarin ár og er þar næga atvinnu að hafa. Útgerð er stærsti atvinnuvegurinn og ferðaþjónusta hefur verið að sækja í sig veðrið.