Flýtitenglar

Framtíðarsýn og markmið

ROF_Framtíðarsýn og meginmarkmið_lokagerð

Framtíðarsýn

Raufarhöfn er þorp sem er byggt á tveimur megin atvinnugreinum, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Sérstaða þess verði jafnframt nýtt til þess að laða að frekari fjölbreytni  í atvinnustarfsemi sem höfðar til yngra fólks með fjölþætta menntun og bakgrunn. Þorpinu er vel viðhaldið, húsnæði í góðu ásigkomulagi og grunnmenntun og þjónusta  í boði.

Meginmarkmið

 1. Sérstæður áfangastaður
 2. Traustir grunnatvinnuvegir
 3. Blómstrandi menntun
 4. Öflugir innviðir

Starfsmarkmið- SMART- sértæk, mælanleg, samþykkt af eiganda, skipta máli, tímasett

Meginmarkmið 1: Sérstæður áfangastaður
Starfsmarkmið:

 • Að 90% íbúðahúsa í þorpinu sé viðhaldið. Höfuðatriði að ásýndin sé góð vegna starfsemi í ferðaþjónustu og anda í þorpinu. Fyrir lok árs 2017. Ábyrgð: íbúasamtök í samráði við verkefnisstjóra.
 • Að gert verði deiliskipulag varðandi SR lóðina. Ábyrgð: Verkefnastjóri ROF. Í lok árs 2016
 • Að unnið verði frekar úr niðurstöðum vinnuhóps varðandi SR svæðið að minnsta kosti tvær byggingar verði komnar í notkun fyrir lok árs 2017. Ábyrgð: Atvinnurekendur og verkefniststjóri ROF
 • Festa í sessi og auka starfsemi Rannsóknastöðvarinnar Rifs í hálft starf fyrir lok árs 2017. Ábyrgð: Stjórn Rannsóknastöðvarinnar Rifs ses.
 • Skiltavæðing- Að uppfæra skilti á staðnum. Að það séu móttökuskilti við leiðir inn í bæinn. Stika gönguleiðir á Sléttunni. Skilti á staðnum og ein gönguleið verði stikuð fyrir vor 2017. Ábyrgð: Ferðafélagið Norðurslóð, Norðurhjari og Verkefnastjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar (ROF) ásamt íbúasamtökunum varðandi þorpið sjálft.
 • Heimskautagerðið markaðssett í lok árs 2017. Með markaðssetningu er átt við að það sé virk heimasíða, facebook síða og jafnvel eitthvað myndrænt á samfélagsmiðlum. Á heimasíðu sé sagan sögð og einnig sagt frá öllum dvergunum, helst að búa til þrívíddarmódel. Einnig að það sé búið að móta einhvers konar áætlun með leiðsögn um gerðið. Ábyrgð: Stjórn heimskautsgerðis og verkefnisstjóri ROF.
 • Kortleggja eldri hús á svæðinu og gildi þeirra sem standa ennþá. Skoða Álaborg og skilti á húsum þar. Ábyrgð: Verkefnisstjóri ROF í samvinnu við Norðurþing. Þegar hafið og verður komið vel á veg með Heildarsýnarverkefninu. Lok vors 2016.
 • Að koma upp amk. einu mannvirki/aðstöðu til náttúruskoðunar á Austur-Sléttu upp fyrir árslok 2017 (Birding-Iceland). Ábyrgð. Fuglastígur í samstarfi við Rif og Verkefnisstj. ROF.
 •  Að skapa tvö störf í greinum sem nýta sérstöðu svæðisins og geta höfðað til yngra fólks með fjölþætta menntun og bakgrunn.  Fyrir árslok 2017. Ábyrgð: Verkefnisstjórn/verkefnisstjóri ROF.
 • Að gera  félagsstarf og listsköpun eldri borgara sýnilegt ferðafólki fyrir árslok 2016. Áb.  MÞ í samstarfi við FER Norðurþing og verkefnisstjórn ROF.
 • Að gera höfnina aðgengilega fyrir ferðamenn fyrir árslok 2016.  Ábyrgð. Atvinnurekendur við höfnina í samráði við verkefnisstjóra ROF  (GPG, HH, félag smábátasjómanna og Norðurþing)
 • Að skapa skýra sýn á það hvernig nota á heimskautsbauginn sem aðdráttarafl og vettvang fyrir upplifun ferðamanna.  Fyrir árslok 2016. Ábyrgð. Norðurhjari í samstarfi við verkefnisstjóra ROF.

Meginmarkmið 2: Traustir grunnatvinnuvegir
Starfsmarkmið:

 • Tryggja byggðakvóta eftir árið 2017. Hér sé nægur kvóti til að styðja við 30-50 heilsársstörf.
  Ábyrgð: Verkefnastjóri ROF í samstarfi við Byggðastofnun og fiskvinnslufyrirtæki á staðnum.
 • Að hér séu starfandi þrjú eða fleiri gistiheimili/hótel í lok 2017.  Ábyrgð: Rekstraraðilar hótels og gistiheimila í samstarfi við verkefnisstjóra ROF.
 • Á Raufarhöfn  séu  tvö fyrirtæki starfandi í afþreyingu tengdri ferðaþjónustu fyrir árslok 2017.  Ábyrgð: Frumkvöðlar í samstarfi við verkefnisstjóra ROF.
 • Að laða að ferðamenn á svæðið. Vegatengingar eru mjög mikilvægar í því. Ábyrgð: Verkefnisstjóri ROF í samvinnu við Norðurþing um að ýta á stjórnvöld.
 • Í gangi verði tvö eða fleiri nýsköpunar-/þróunarverkefni tengd atvinnulífi staðarins fyrir lok ár árs 2016.  Ábyrgð: Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga í samráði við atvinnulíf,  Verkefnisstjórn ROF og stoðkerfi.

Meginmarkmið 3: Blómstrandi menntun
Starfsmarkmið: 

 • Að hér sé starfræktur leik- og grunnskóli. Ábyrgð: Norðurþing. Möguleiki í Rannsóknarstöðinni Rifi. Fjarbúnaður sem þeim fylgir og það eflir notkun á húsinu. Sífellt markmið.
 • Að koma á fót símenntun sem gerir fólki kleift að sækja einingagild námskeið á framhaldsskólastigi. Fyrir lok 2017 Ábyrgð: Verkefnastjóri og Þekkingarnet Þingeyinga
 • Bjóða upp á starfsnámskeið tengd svæðinu s.s. leiðsögumannanám, iðnaðarnám. Haust 2016 Ábyrgð: Þekkingarnet Þingeyinga.
 • Tómstundanámskeið sé að minnsta kosti fjórum sinnum á ári. Ábyrgð: Íbúasamtökin í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga. Sífellt markmið.

Meginmarkmið 4: Öflugir innviðir
Starfsmarkmið:

 • Komið sé á háhraða netsamband skv. áætlun ríkisstjórnar fyrir lok árs 2016. Ábyrgð: Ríkið,verkefnisstjórn fylgi málinu eftir hjá Ríki.
 • Treysta þjónustumiðstöð í Ráðhúsinu á Raufarhöfn í sessi fyrir árslok 2015.  Ábyrgð: Norðurþing, í samstarfi við Landsbankann, Íslandspóst og verkefnisstjóra.
 • Vera búin að stofna einhvers konar leigufélag eða samtök til að aðstoða við að koma húsnæði í leigu. Fjölga íbúðum á leigumarkaði. Tryggja leiguhúsnæði á markaði.
 • Tryggja áframhaldandi starfsemi í óskertri heilbrigðisþjónustu til næstu 5 ára.  Lokið í um mitt ár 2016.  Ábyrgð. Verkefnisstjórn í samstarfi við HN, Lyfju og Norðurþing