Beint į leišarkerfi vefsins
Atvinnužróunarfélag Žingeyinga

Um Þingeyjarsýslu

Þingeyjarsýsla nær yfir mjög stórt landssvæði á norðaustur Íslandi. Í sýslunni búa um 5.900 manns í 9 sveitarfélögum. Starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga nær yfir 7 af þessum sveitarfélögum þ.e. frá Vaðlaheiði (Þingeyjarsveit) í vestri að Langanesi (Langanesbyggð) í austri.  Íbúar þeirra eru um 5.100. Tvö sveitarfélög við Eyjafjörð, Grýtubakkahreppur og Svalbarðsstrandarhreppur, tilheyra Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Sveitarfélögum á svæðinu hefur fækkað á undanförnum árum með sameiningu þeirra.

Helstu atvinnugreinar svæðisins eru sjávarútvegur, landbúnaður, iðnaður ýmiskonar, ferðaþjónusta og önnur þjónusta.

Sveitarfélögin eru:

Aðaldælahreppur
Norðurþing
Skútustaðahreppur
Svalbarðshreppur
Tjörneshreppur
Þingeyjarsveit
Langanesbyggð

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvęši