Auðlindir

Þingeyjarsýslur búa yfir gríðarlegu magni af orkuuppsprettum, bæði jarðhita og vatnsafli. Ætlunin er að virkja þessar auðlindir á komandi misserum til að auðga atvinnulífið enn frekar og stuðla þannig að jákvæðri byggðaþróun.

Helstu orkuuppsprettur

Styrkleiki orkuvinnslu í Þingeyjarsýslu tengist m.a. nálægðinni við líklega notkunarstaði sem lágmarkar flutningskostnað orkunnar.

Stofnuð hafa verið tvö fyrirtæki til að undirbúa orkuvinnslu í Þingeyjarsýslum þ.e. Íslensk Orka ehf. sem m.a. hefur staðið fyrir tilraunaborun í Öxarfirði en fyrirtækið er í eigu Orkuveitu Húsavíkur, Öxarfjarðarhrepps, Kelduneshrepps, Hita- og Rafmagnsveitu Akureyrar, Landsvirkjunar og RARIK. Hitt fyrirtækið heitir Þeistarreykir ehf. og hyggst fyrirtækið skoða vinnslu á Þeistarreykjum en nú er unnið að umhverfismati á hugsanlegum virkjunarstað. Þeistarreykir ehf er í eigu Húsavíkurkaupstaðar, Reykdælahrepps, Aðaldælahrepps og  Hita- og Rafmagnsveitu Akureyrar.

Auk þessara framkvæmda er nú í gangi stórt verkefni á sviði orkuvinnslu á Húsavík en ætlunin er að flytja 125 °C heitt vatn til Húsavíkur frá Hveravöllum, þar sem vatnið verður kælt og hita breytt í rafmagn. Áætlað er að raforkuframleiðslan gefi um 2 MW en auk þess gefur þetta fyrirtækjum einstakt aðgengi að ódýrri orku (orkuverð í heitu vatni er einungis um 1/10 af raforkuverði).

Hitaveitur í Þingeyjarsýslum :

Í Þingeyjarsýslum er nokkur fjöldi af hitaveitum af ýmsum stærðargráðum þ.e. með allt frá 2.420 notendum og niður í eina til tvær fjölskyldur. Á myndinni hér að neðan hafa helstu veitur verið teiknaðar með bleikum lit.

Helstu hitaveitur eru :

Orkuveita Húsavíkur, notendur 2.520, afhendingarhiti 80 °C, orkukostnaður
Hitaveita Reykjahlíðar, notendur
Hitaveita Aðaldæla- og Ljósavatnshrepps,
Hitaveita Öxarfjarðarhrepps
Hitaveita Reykdælahrepps

Auk þessara eru staðbundnar veitur á Gautlöndum í Mývatnssveit, á Stöng í Mývatnssveit og í Stórutjarnaskóla.