Fjárfestingakostir

Þingeyjarsýslur ná yfir mjög stórt landssvæði á norðaustur Íslandi. Í sýslunum búa 6.500 manns í 12 sveitarfélögum. Starfssvæði Atvinnuþróunarfélagsins nær yfir 10 af ■essum sveitarfÚl÷gum ■.e. Ůingeyjarsveit, Sk˙tusta­ahrepp, Aðaldælahrepp, HúsavíkurbŠ, Tjörneshrepp, Kelduneshrepp, Öxarfjarðarhrepp, Raufarhafnarhrepp, Svalbarðshrepp og Þórshafnarhrepp (Grýtubakkahreppur og Svalbarðseyrarhreppur tilheyra atvinnusvæði Eyjafjarðar).
Helstu atvinnugreinar svæðisins eru sjávarútvegur, iðnaður ýmiskonar, þjónusta og einnig er mikill vöxtur í ferðaiðnaði á svæðinu.

Tækifæri

Hagkvæmt er að reka fyrirtæki í Þingeyjarsýslum, verð á orku og húsnæði er ódýrt. Fjarskipti og dreifileiðir eru góðar bæði til sjós og lands. Vinnuafl er stöðugt og þjónusta á svæðinu er aðgengileg.

- Mestu vaxtarmöguleikarnir á svæðinu eru bundnir við þá miklu orku sem hægt verður að nýta í framtíðinni til orkufreks iðnaðar.
- Fjarvinnsla ýmiskonar bæði fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki í einkageiranum eru áhugaverðir kostir fyrir svæðið.
- Ýmis smáiðnaður og framleiðsla, bæði fyrir starfandi fyrirtæki sem ný, er hagkvæmt að reka á svæðinu eins og dæmin sanna.

Fólk

Stöðugleiki mannafla. Þetta er einn af helstu kostum í Þingeyjarsýslum umfram höfuðborgarsvæðið - hér er starfsmannavelta almennt mjög hæg þannig að starfsþjálfunarkostnaður er í lágmarki. Þetta á sér nokkrar skynsamlegar ástæður m.a. þá einföldu staðreynd að stærð vinnumarkaðar er tiltölulega lítil og starfsöryggi er fólki mikilvægt. Launakostnaður úti á landi er almennt lægri en á Reykjavíkursvæðinu.

Auðlindir

Þingeyjarsýslur eru með auðugustu orkuauðlindum Evrópu. Það er spá okkar að svæðið verði mjög blómlegt á komandi misserum m.a. vegna þeirra orkumöguleika sem eru til staðar - svæðið getur boðið ódýrustu orku á landinu.
Gufa, hreint vatn, heitt vatn, raforka o.fl. er allt til staðar og hagkvæmt að nýta.

Styrkir

Staðsetning fyrirtækja í Þingeyjarsýslum getur opnað fyrir nokkrum stuðningi frá ýmsum aðilum s.s. sveitarfélögum (hugsanlegir styrkir og/eða hlutafé), Byggðastofnun styrkir og lánar fyrirtækjum á landsbyggðinni, Kísilgúrsjóður veitir styrki, lánar og kaupir hlutafé í fyrirtækjum í Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélagið getur aðstoðað við öflun styrkja eða hlutafjár. Þá veitir Iðnaðarráðuneytið styrkjum út á land til staða utan stóriðju þ.m.t. Þingeyjarsýslur (fleira mætti sjálfsagt telja).