Bárðdælahreppur

Bárðardalur er efri hluti vestasta dalsins, sem gengur upp frá Skjálfandaflóa. Bárðardalur afmarkast að austanverðu af Fljótsheiði sem er flatlend móbergsheiði (víðast 200-400 m.y.s.) með ávölum fellum og ásum, gróin lyngi og víði, en mýrarflákar á milli. Sunnan Bárðardals eru víðlend öræfi, æði blásin, og hraunálma liggur austan frá Ódáðahrauni alveg að Skjálfandafljóti austan megin. Til forna var byggð langt fram um þessi örævi og sjást þess víða enn merki. Vestan Bárðardals gengur samfelldur fjallgarður sunnan frá Sprengisandi norður að Ljósavatnsskarði, 500-700 m. hár yfir sjó. Fjallið er basaltfjall og víðast gróið allt til brúna. Norður af Bárðardal liggur Kalda-Kinn. Skjálfandafljót fellur eftir Bárðardal og skiptir löndum býlanna austan- og vestanmegin. Byggðin austan fljótsins er nálægt 45 km. að lengd en að vestanverðu er hún um 35 km.

Sveitarfélaga nr.:

6606
Íbúafjöldi:
121 þann 1. desember 1999
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
60 (námsfólk, öryrkjar, húsmæður o.fl. telst utan vinnumarkaðs ).
Stærð hreppsins:
470 km².
Aðliggjandi sveitarfélög:
Reykdæla-, Skútustaða-, Háls- og Ljósavatnshreppur.
Helstu ár:
Skjálfandafljót, Kálfborgará, Svartá, Suðurá, Sandá, Mjóadalsá, Eyjardalsá.
Vegalengdir frá Fosshól viš mynni Bįršardals:
Húsavík 50 km, Akureyri 50 km, Reykjahlíð 50 km.
Helstu vötn:
Kálfborgarárvatn, Svartárvatn, Íshólsvatn, Brunnvatn, Arnarvatn, Engivatn.
Friðlýst svæði:
Tungnafellsjökull og Nýidalur, Gæsavötn, Laufrönd og Neðribotnar.
Náttúruminjar:
Ingvararfoss, Aldeyjarfoss, Hrafnabjargarfoss.
Staðbundin sérstaða: Vegur yfir hálendið þ.e. um Sprengisand.

Til baka