Húsavíkurkaupstaður

Húsavíkurkaupstaður stendur við samnefnda vík innarlega við austanverðan Skjálfandaflóa. Norðan víkurinnar er Húsavíkurhöfði en Húsavíkurfjall að austanverðu. Suðaustan undir Húsavíkurfjalli er Botnsvatn en úr því fellur áin Búðará niður um miðjan kaupstaðinn og út í víkina. Höfn og verslun hefur verið rekin á Húsavík á öllum öldum Íslandsbyggðar auk þess sem staðurinn var eftirsóttur um langt skeið vegna brennisteinsverslunar en brennisteinn var unnin í Mývatnssveit og fluttur til hafnar á Húsavík. Húsavík fékk kaupstaðarréttindi 1. janúar 1950. Íbúafjöldi hefur að mestu verið óbreyttur í langan tíma þ.e. um 2.500 manns. Bærinn er miðstöð verslunar og þjónustu í Þingeyjarsýslum og þar eru m.a. sýslumannsembætti, heilsugæsla, framhaldsskóli og apótek. Aðalatvinnuvegur íbúanna er margvísleg þjónusta auk þess sem Húsvíkingar reka fjölmörg landsþekkt framleiðslufyrirtæki.

Sveitarfélaga nr.:

6100
Íbúafjöldi:
2.429 þann 1. desember 1999
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
????(námsfólk, öryrkjar, húsmæður o.fl. telst utan vinnumarkaðs ).
Stærð hreppsins:
150 km²
Aðliggjandi sveitarfélög:
Tjörneshreppur, Reykjahreppur og Kelduneshreppur.
Helstu ár:
Búðará.
Vegalengdir frá Húsavík:
Akureyri 91 km, Reykjahlíð 54 km, Ásbyrgi 65 km, Kópasker 100 km.
Helstu vötn:
Botnsvatn og Höskuldsvatn.
Friðlýst svæði:
 
Náttúruminjar:
Bakkafjara og Bakkahöfði (höfðinn ásamt fjörum, skerjum og grunnsævi).

Til baka