Ljósavatnshreppur

Ljósavatnshreppur er að mestu vestan Skjálfandafljóts og nyrsti hluti hans norður með Skjálfandaflóa að vestanverðu. Norðurmörk hreppsins eru norðan Náttfaravíkna og vesturmörkin liggja eftir fjallgarðinum (Kinnarfjöllum) að Ljósavatnsskarði. Þar eru mörkin vestan við Ljósavatn og Stórutjarnaskóla. Syðsti bær í Ljósavatnshreppi er Öxará, nyrst í Bárðardal. Nærri Goðafossi, austan fljótsins, eru bæirnir Fosshóll og Rauðá sem báðir tilheyra Ljósavatnshreppi. Hreppamörk eru síðan eftir Skjálfandafljóti til sjávar. Hreppurinn er víðfemur og má að mörgu leyti skipta hreppnum í þrjú landfræðileg meginsvæði þ.e. Kinn, Ljósavatnsskarðið og sléttlendið kringum Goðafoss (þ.e. á mótum fjögurra dala). Í Ljósavatnsskarði er allstórt vatn sem heitir Ljósavatn en úr því fellur Djúpá til Skjálfandafljóts. Ljósavatnsskarðið er umlukið bröttum hlíðum á tvo vegu og er töluvert kjarrlendi að norðanverðu.

Sveitarfélaga nr.:

6605
Íbúafjöldi:
221 þann 1. des 1999
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
(námsfólk, öryrkjar, húsmæður o.fl. telst utan vinnumarkaðs ).
Stærð hreppsins:
424 km² (367 km² utan Víknalanda).
Aðliggjandi sveitarfélög:
Hálshreppur, Bárðdælahreppur, Reykdælahreppur og Aðaldælahreppur.
Helstu ár:
Skjálfandafljót, Öxará, Djúpá, Purká, Nípá, Bollastaðaá, Rangá ofl.

Vegalengdir frá vegamótum við Kross:

Húsavík 45 km, Akureyri 45 km, Reykjahlíð 60 km.
Helstu vötn og fossar:
Ljósavatn ( 3,2 km² og max 35 m. djúpt), Goðafoss, Barnafoss, Ullarfoss
Friðlýst svæði:
 
Náttúruminjar:
Ljósavatn (landslag, stöðuvatn, framhlaup, jökulurðarhólar, hraun og skógur), Goðafoss, Fellsey, Náttfaravíkur (þ.m.t. Ágúlshellir).

Staðbundin sérstaða:

nálægð syðri hluta hreppsins við Húsavík og norður hluta hreppsins við Akureyri, Skjálfandafljót, Ljósavatn og hitaveita við heimavistarskóla sem stendur við Þjóðveg 1

Til baka