Öxarfjarðarhreppur

Undir Öxarfjarðarhrepp heyra nú fyrrum Presthólahreppur og fyrrum Fjallahreppur. Mörk Öxarfjarðarhrepps eru að austan Ormarsá en þegar henni sleppir eru hreppamörk um Botnagil, Einbúa, Botnakvísl, vörðu yst á Langás, Búrfellshól, foss í Fossá ofan við eyðibýlið Foss. Þá ræður Fossá, síðan Sandá að Þorsteinsnefi, að Hölkná við Þvergil, um vestanverð Heljardalsfjöll, suður um Einbúa, norðaustur um Litla-Stakfell og síðan með sýslumörkum N-Þingeyjarsýslu og N-Múlasýslu að Skarðsárós þar sem hún rennur út í Jökulsá á Fjöllum. Síðan fylgja hreppamörk Jökulsá niður að árósum þar sem mörk fylgja gamla Jökulsárfarveginum. Á árinu 1976 urðu miklar jarðhræringar í Öxarfirði m.a kröftugur jarðskjálfti sem olli umtalsverðum skemmdum á nokkrum húsum á Kópaskeri auk skemmda á bryggju og vatnsleiðslu. Jarðskjálftinn átti upptök sín nokkra kílómetra úti í firðinum. Þá varð einnig mikið jarðsig í Öxarfirði í þessum hræringum sem m.a. leiddi til myndunar Skjálftavatns í Kelduneshreppi á þessum tíma.

Sveitarfélaga nr.:

6702
Íbúafjöldi:
1.des. 1999 var 378
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
 
Stærð hreppsins:
1.757 km².
Aðliggjandi sveitarfélög:
Keldunes-, Skútustaða-, Vopnafjarða-, Svalbarðs-, Raufarhafnarhr, Norður-Hérað.
Helstu ár:
Jökulsá á Fjöllum, Brunná, Sandá, Svartárkvísl, Ormarsá,

Vegalengdir frá Kópaskeri:

Húsavík 100 km. Akureyri 191 km. Ásbyrgi 45 km.
Helstu vötn:
Blikalón, Hraunhafnarvatn, Kötluvatn, Leirhafnarvatn
Friðlýst svæði:
 
Náttúruminjar:
Jökulsárgljúfur austan ár, Röndin við Kópasker, Melrakkaslétta norðanverð.
Staðbundin sérkenni: Annáluð náttúrufegurð, jarðhiti, ferskvatnsuppsprettur, kjöraðstæður f. fiskeldi, í þjóðleið N. austur, Hólssandur.

Til baka