Raufarhafnarhreppur

Raufarhafnarhreppur nær yfir kauptúnið Raufarhöfn og nokkurt landsvæði þar um kring. Rauf sú er nafn staðarins er dregið af er grunnt sund milli Hólmans sem er sæbrattur og algróinn hið efra, og Höfðans, syðst á breiðum tanga í sjó fram, sunnan svonefnds Klifs. Enginn fjörður liggur að höfninni á Raufarhöfn en allbreið vík er milli Ásmundastaðaeyjar að norðan og Melrakkaness, eða Súlna í þrengri merkingu að sunnan (náttúruleg hafnaraðstaða). Segja má að höfnin líkist mest stórri tjörn með sambandi við hafið um sundin beggja megin við Ásmundastaðareyju. Höfnin var grunn frá náttúrunnar hendi en var dýpkuð 1941 og 1954 en í þá tíð var Raufarhöfn ein helsta síldarlöndunar og síldarvinnslustöð landsins og einhver stærsta útflutningshöfn landsins.

Vefsa: www.raufarhofn.is

Sveitarfélaga nr.:

6705
Íbúafjöldi:
365 þann 1. desember 1999
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
193 (námsfólk, öryrkjar, húsmæður o.fl. telst utan vinnumarkaðs ).
Stærð hreppsins:
30 km²
Aðliggjandi sveitarfélög:
Öxarfjarðarhreppur.
Helstu ár:
Deildará
Vegalengdir frá Raufarhöfn:
Húsavík 154 km, Akureyri 245 km, Þórshöfn 66 km.
Helstu vötn:
Raufarhafnarvötn
Friðlýst svæði:
Höfðinn
Náttúruminjar:
Melrakkaslétta norðanverð
Staðbundin sérkenni: Góð hafnaraðstaða, nálægð við fiskimið

Til baka