Skútustaðahreppur

Skútustaðahreppur er hálendasti hreppur á landinu. Byggðin í hreppnum er öll kringum Mývatn en það er í um 277 m. hæð y.s. Þá er Skútustaðahreppur einn víðlendasti hreppur landsins. Mörk hreppsins að austan fylgja Jökulsá á Fjöllum frá upptökum að Dettifossi. Að norðan liggja mörk frá Dettifossi um Eilíf og áfram til vesturs norðan Gæsafjalla. Að vestanverðu liggja mörk um Hólasand og eftir heiðunum milli Mývatnssveitar, Reykjadals og Bárðardals og inn til Vatnajökuls.
Skútustaðahreppur býr yfir miklum náttúruauðævum s.s. jarðorku, vatnsorku og náttúrufegurð (Mývatn, Bjarnarflag, Hverrönd, Námafjall, Dimmuborgir, Hverfjall, Skútustaðagígar, Lúdentsborgir, Kálfaströnd, Krafla, Grjótagjá, Kálfastrandarstrípar, Hólasandur, Herðubreið, Askja) auk jarðefna s.s. Kísilgúr, Perlit, vikur, kaolínleir o.m.fl. Við Reykjahlíð hefur myndast þéttbýliskjarni eftir að Kísilgúrverksmiðjan var reist. Þá er einnig all þéttbýlt við Skútustaði þó ekki sé um eiginlega þorpsmyndun að ræða. Iðnaður er fjölmennasta atvinnugreinin í sveitarfélaginu (Kísiliðjan, Kröfluvirkjun o.fl) auk þess sem ferðaþjónusta hefur mikið vægi.

Mývatnssveit og helstu þéttbýlisstaðir

Sveitarfélaga nr.:

6607
Íbúafjöldi:
1.des.1999 var 452.
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
186
Stærð hreppsins:
4.926 km².
Aðliggjandi sveitarfélög:
Keldunes-, Öxarfjarðar-, Bárðdæla-, Reykdæla-, Aðaldælahreppur og Norður-Hérað.
Helstu ár:
Jökulsá á Fjöllum, Laxá í Aðaldal, Kráká
Vegalengdir frá Reykjahlíð:
Húsavík 54 km. Akureyri 99 km. Ásbyrgi 96 km. Egilsstaðir 174 km.
Helstu vötn:
Mývatn (36,5 km², meðaldýpt ca 2,5 m og mest 4,5 m), Grænavatn, Sandvatn, Arnarvatn.
Friðlýst svæði:
 
Náttúruminjar:
Mývatn og Laxá, Skútustaðagígar, Herðubreiðarfriðland, Askja í Dyngjufjöllum
Staðbundin sérkenni: Jarðhiti, þéttbýlið við Reykjahlíð, vatnsorka, kísill, ferðmannaparadís við hringveginn (náttúrufegurð, fuglalíf).
 

 

Til baka