Svalbarðshreppur

Svalbarðshreppur liggur við Þistilfjörðinn milli Sléttu og Langaness. Hreppurinn er landfræðilega stór en hreppamörk eru Ormarsá sem rennur á hreppamörkum (skammt sunnan Raufarhafnar) að vestan. Þegar ánni sleppir eru hreppamörk um Botnagil, Einbúa, Botnakvísl, vörðu yst á Langás, Búrfellshól, foss í Fossá ofan við eyðibýlið Foss, þá ræður Fossá, síðan Sandá að Þorsteinsnefi, að Hölkná við Þvergil, um vestanverð Heljardalsfjöll, suður um Einbúa, norðaustur um Litla-Stakfell, Stakfellskvísl og Hafralónsá, sem ræður merkjum til sjávar nema hvað Gunnarsstaðir eiga reka á sandinum austan árinnar við ósinn.

Sveitarfélaga nr.:

6706
Íbúafjöldi:
121 þann 1. desember 1999
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
(námsfólk, öryrkjar, húsmæður o.fl. telst utan vinnumarkaðs ).
Stærð hreppsins:
1273 km² (með Raufarhöfn).
Aðliggjandi sveitarfélög:
Öxarfjarðar-, Vopnafjarðar- og Þórshafnarhreppur.
Helstu ár:
Ormarsá, Svalbarðsá, Sandá, Hölkná.
Vegalengdir frá Svalbarðsskóla:
Húsavík 195 km. (115 km.), Akureyri 290 km, Raufarhöfn 45 km.
Helstu vötn:
Kollavíkurvatn o.fl.
Friðlýst svæði:
 
Náttúruminjar:
 
Staðbundin sérkenni: Nálægðin við Þórshöfn

Til baka