Tjörneshreppur

Tjörneshreppur er nyrsta sveit í S-Þingeyjarsýslu, á vestan- og utanverðu Tjörnesi og eru takmörk hreppsins að sunnan við Reyðará, sem er á landamerkjum Héðinshöfða um 5 km fyrir utan Húsavíkurkaupstað en að norðan og austan á sýslumörkum Suður- og Norður-Þingeyjarsýslna við svonefnda Skeiðsöxl á merkjum eyðibýlanna Mánársels á Tjörnesi og Bangastaða í Kelduhverfi. Byggð í Tjörneshreppi er aðeins með sjó og byggðin nokkuð þéttbýl. Helstu atvinnuvegir voru áður fyrr landbúnaður og sjósókn (m.a. hrognkelsaveiðar). Landbúnaðarskilyrði eru nokkuð góð hvað varðar sauðfjárrækt enda gott landrými til fjalla. Mjólkurbúskapur var ætíð lítill í hreppnum þrátt fyrir nálægð við Húsavík vegna mikilla snjóþyngsla á vetrum en samgöngur bötnuðu mikið með tilkomu norðausturlandsþjóðvegar fyrir Tjörnes. Á árinu 1999 hófust miklar endurbætur á þjóðveginum fyrir Tjörnes og verður hann kominn með bundið slitlag innan fárra ára (framkvæmdum á að ljúka árið 2004). Þessar vegabætur munu örugglega hafa mikil áhrif til hins betra fyrir íbúa hreppsins sem aðra íbúa norðausturlands enda opnar hann leið fyrir Tjörnesinga inn á atvinnusvæði Húsavíkur.

Sveitarfélaga nr.:

6611
Íbúafjöldi:
1.des. 1999 var 73.
Fjöldi einstaklinga á vinnumarkaði:
 
Stærð hreppsins:
189 km².
Aðliggjandi sveitarfélög:
Húsavík, Kelduneshreppur.
Helstu ár:
Máná, Skeifá og Kaldakvísl.
Vegalengdir frá Sólvangi:
Húsavík 15 km. Akureyri 107 km. Ásbyrgi 55 km.
Helstu vötn:
 
Friðlýst svæði:
 
Náttúruminjar:
Tjörneslögin þ.e. strandlengjan og sjávarbakki á vestanverðu Tjörnesi sem hafa að geyma þykk strandlög, Voladalstorfa móbergshamrar og fuglabyggð. Mánáreyjar þ.e. Háey og Lágey með miklum sjófuglabyggðum.
Staðbundin sérkenni: Nálægð við Húsavík (sameiginlegt atvinnusvæði).

Til baka