Flýtitenglar

Þjónusta

Þjónusta Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga er margvísleg eins og fram kemur í á síðunni um hlutverk félagsins. Þar má nefna

  • Stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki með þátttöku og þróun.
  • Ráðgjöf um fjármögnunarleiðir verkefna t.d. í formi lána, styrkja og áhættufjármagns.
  • Leiðsögn og ráðgjöf til starfandi fyrirtækja á sviði rekstrar og nýsköpunar.
  • Stuðning og eftirfylgni viðskiptahugmynda og þróunarverkefna viðskiptavina.
  • Söfnun og miðlun upplýsinga á sviði atvinnu- og byggðamála.

Starfsmenn AÞ sinna daglega ráðgjöf og  verkefnisstjórn í margvíslegum verkefnum.

AÞ er samráðsvettvangur sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga í atvinnu- og byggðamálum og fer m.a. með daglega umsjón fyrir Héraðsnefnd Þingeyinga.

Þá hefur AÞ einnig verið tengiliður við fjölmargar stofnanir á svæðis- og landsvísu. Meðal þeirra stofnana sem AÞ starfar reglulega með má nefna Byggðastofnun, Eyþing, þróunarfélög og sveitarfélagasamtök á öðrum svæðum, Markaðsstofu Norðurlands, Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri.