Flýtitenglar

Starfssvæði

Þingeyjarsýsla nær yfir mjög stórt landssvæði á norðaustur Íslandi. Í sýslunni búa um 5.700 manns í 8 sveitarfélögum. Starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga nær yfir 6 af þessum sveitarfélögum þ.e. frá Vaðlaheiði (Þingeyjarsveit) í vestri að Bakkafirði (Langanesbyggð) í austri. Íbúar þeirra eru um 5.000. Að flatarmáli er svæðið um 18.440 km2 eða 18% landsins. Sveitarfélögum á svæðinu hefur fækkað á undanförnum árum með sameiningu þeirra.

Helstu atvinnugreinar svæðisins eru sjávarútvegur, landbúnaður, iðnaður ýmiskonar, ferðaþjónusta og önnur þjónusta.

Hér að neðan eru krækjur á vefi sveitarfélaganna á starfssvæðinu:

 Langanesbyggð  Norðurþing  Skútustaðahreppur
 Svalbarðshreppur  Tjörneshreppur  Þingeyjarsveit

Ýmsar upplýsingar um svæðið má nálgast á vefnum www.nordausturland.is