Flýtitenglar

VAXNA

Stofnaður hefur verið nýr sjóður, Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra. Sjóðurinn er hluti af samningi um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar 2015. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og tekur við hlutverki Menningarráðs Eyþings, Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og Vaxtarsamnings Norðausturlands og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála.
Sækja framvindu- og lokaskýrsluform fyrir VAXNA

Gamli VAXNA

Síðasti Vaxtarsamningur Norðausturlands (VAXNA ) var verkefnasamningur á milli Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir hönd starfssvæðis félagsins, Norðausturlands um ráðstöfun vaxtarsamingsfjármuna árið 2014. Samningurinn byggði efnislega á Vaxtarsamningi Norðausturlands 2012-2013 sem tók við af fyrri samningi sem gilti fyrir árin 2008-2010.

Áhersla var lögð á samstarf fyrirtækja, þekkingarstofnana og opinberra aðila um verkefni sem miða skyldu að aukinni samkeppnishæfni atvinnulífs á svæðinu og fjölgun verðmætra störfum. Sérstök áherslusvið samningsins voru:

 • Jarðhitanýting til framleiðslu, eldis og ræktunar
 • Ferðaþjónustu með áherslu á bætta nýtingu fjárfestinga og uppbyggingu jaðarsvæða
 • Efling svæðisbundinnar þjónustustarfsemi / innri vaxtar atvinnulífins á svæðinu
 • Sameiginleg verkefni með öðrum vaxtarsamningum í verkefnum sem taka til stærri svæða og/eða eru hluti alþjóðlegra verkefna

Vaxtarsamninginn má lesa í heild sinni hér: Vaxtarsamningur 2012-2013

VAXNA – viðauki 1 – styrkhæfur kostnaður

VAXNA – viðauki 3 – viðmið um mat á framkvæmd vaxtarsamnings

Skilyrði

 • Að verkefnið feli í sér samstarf þriggja eða fleiri aðila.
 • Að verkefnið falli að meginmarkmiði vaxtarsamningsins um uppbyggingu atvinnulífs á Norðausturlandi og eflingu á samkeppnishæfni þess.
 • Framlag vaxtarsamnings verður aldrei hærra en 50% af kostnaði einstakra verkefna gegn mótframlagi umsækjanda eða annarra þátttakenda.
 • Ekki eru veitt framlög til fjárfestinga í fyrirtækjum eða reksturs fyrirtækja eða opinberra stofnana.
 • Ekki eru veitt framlög vegna stofnkostnaðar.

Áherslur

 • Jarðhitanýting til framleiðslu, eldis og ræktunar
 • Ferðaþjónustu með áherslu á bætta nýtingu fjárfestinga og uppbyggingu jaðarsvæða
 • Efling svæðisbundinnar þjónustustarfsemi / innri vaxtar atvinnulífins á svæðinu
 • Sameiginleg verkefni með öðrum vaxtarsamningum í verkefnum sem taka til stærri svæða og/eða eru hluti alþjóðlegra verkefna

VAXNA - framvinduskýrsla 2008

VAXNA - framvinduskýrsla 2009

VAXNA - framvinduskýrsla 2010

VAXNA 2008-2010: lokaskýrsla

Fyrsta úthlutun úr nýjum vaxtarsamningi fór fram í desember 2012. Lesa frétt

Önnur úthlutun VAXNA 2012 -2013 fór fram 13. febrúar 2013. Lesa frétt

Þriðja úthlutun VAXNA 2012 - 2013 fór fram 13. mars 2013. Lesa frétt

Fjórða úthlutun VAXNA 2012 - 2013 fór fram 24. apríl 2013. Lesa frétt

Fimmta úthlutun VAXNA 2012 - 2013 fór fram 13. júní 2013. Lesa frétt

Sjötta úthlutun VAXNA 2012 - 2013 fór fram 22. október 2013. Lesa frétt

Áttunda úthlutun VAXNA 2012 - 2013 fór fram 8. nóvember 2013. Lesa frétt

Fyrsta úthlutun úr nýjum vaxtarsamningi fór fram í september 2014. Sjá frétt

Önnur úthlutun VAXNA fór fram í lok september. Sjá frétt

Þriðja úthlutun VAXNA fór fram í lok nóvember 2014. Sjá frétt