Flýtitenglar

Árið 2018. Umsóknarfrestur til styrkja á árinu 2018 var 29. nóvember 2017, og var nú í fyrsta sinn notast við rafræna umsóknargátt. Uppbyggingarsjóði bárust samtals 133 umsóknir, þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Samtals var sótt um rúmlega 271 m.kr.

Úthlutun styrkja fór fram fimmtudaginn 1. febrúar og fengu 85 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 100 m.kr. Þar af voru 36 verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og 49 á sviði menningar.

Listi yfir styrkvilyrði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2018

Árið 2017 var umsóknarfrestur til styrkja úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 15. febrúar. Alls bárust 156 umsóknir, þar af 45 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 111 til menningar.  Sótt var um 231,5 m.kr.,  þar af 110,5 m.kr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 121 m.kr. til menningarstarfs.

Úthlutun styrkja fór fram föstudaginn 28. apríl og fengu 77 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 79 m.kr. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar hlutu 25 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 34,8 m.kr. Úthlutað var til styrkvilyrðum til 42 menningarverkefna, samtals að upphæð 27 m.kr. og  stofn og rekstarstyrkir á sviði menningar voru 10 talsins, samtals að upphæð 17,1 m.kr.

Listi yfir styrkvilyrði Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2017

Árið 2016 var umsóknarfrestur fyrir stofn- og rekstrarstyrki og verkefnastyrki á sviði menningar 15. febrúar. Umsóknarfrestur fyrir verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar var 18. mars. Samanlagt bárust 196 umsóknir, en þar af voru 58 umsóknir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, 119 í verkefnastyrki á sviði menningar og 19 í stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar.

Úthlutun styrkja fór fram 18. maí, 2016 og var alls úthlutað styrkvilyrðum sem námu kr. 70.910.000. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 20 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 30.920.000. Úthlutað var styrkvilyrðum til 65 menningarverkefna, samtals að upphæð kr. 30.640.000, og veitt voru styrkvilyrði um 8 stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar, samtals að upphæð kr. 9.350.000.

Listi yfir styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2016

Árið 2015 var fyrsti umsóknarfrestur Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra var 13. maí. Alls bárust 168 umsóknir en þar af voru 60 umsóknir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, 93 í verkefnastyrki á sviði menningar og 15 í stofn- og rekstarstyrki á sviði menningar. Umsóknirnar voru metnar af tveimur fagráðum sem stjórn Eyþings skipaði, annars vegar á sviði menningar og hins vegar á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Fagráðin skila síðan tillögu að úthlutunum til sérstakrar úthlutunarnefndar.

Fyrsta úthlutun fór fram 26. júní 2015 og var alls úthlutað styrkvilyrðum sem námu kr. 74.225.000. Á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu 29 verkefni styrkvilyrði að upphæð samtals 38.570.000. Úthlutað var styrkvilyrðum til 54 menningarverkefna, samtals að upphæð kr. 23.655.000, og veitt voru styrkvilyrði um 11 stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningar, samtals að upphæð kr. 12.000.000.

Auglýst var aftur að hausti eftir umsóknum um styrki til atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Umsóknarfrestur var 5. október 2015 og bárust 12 umsóknir. Við úthlutun 12. nóvember 2015 hlutu 5 verkefni styrkvilyrði samtals að upphæð kr. 10.000.000.

Listi yfir styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2015

Sorry, no posts matched your criteria.