Beint á leiđarkerfi vefsins
Atvinnuţróunarfélag Ţingeyinga

Urður - tengslanet kvenna á Norðausturlandi

Stofnfundur tengslanets kvenna á Norðausturlandi var haldinn föstudaginn 15. janúar 2010 á Húsavík og hlaut félagið nafnið Urður, tengslanet kvenna á Norðausturlandi.

Markmið félagsins er að;
* efla samstöðu og samstarf kvenna
* efla félagskonur í stjórnunar-, rekstrar- og félagsstörfum eða öðru sem styrkt getur persónulega og faglega færni þeirra.

Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að standa að viðburðum, funda og námskeiðahaldi. Með upplýsinga og tengslaveitu á netinu og annarri fræðslu- og upplýsingastarfsemi

Starfssvæði félagsins nær frá Vaðlaheiði í vestri til Bakkafjarðar í austri.

Stjórn Urðar er skipuð eftirtöldum konum;

Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, Húsavík, formaður
Elísa Björk Elmarsdóttir, Húsavík
Kristjana Erna Helgadóttir, Kópasker
Svanhildur Kristjánsdóttir, Þingeyjarsveit
Jóna Matthíasdóttir, Húsavík

Í varastjórn sitja;

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, Þórshöfn
Ásdís Erla Jóhannesdóttir, Mývatn
María Svanþrúður Jónsdóttir, Reykjahverfi

Áhugasamar konur sem vilja skrá sig í Urði tengslanet kvenna á Norðausturlandi hafi samband við Jónu í síma 464-0415 eða netfangið [email protected]


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvćđi