Flýtitenglar

Útgefið efni

Erlendir ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2005-2014  - (RRF, Ágúst 2014)
Samantekt tölfræðilegra upplýsinga um fjölda og ferðavenjur erlendra ferðamanna í Þingeyjarsýslu 2005 til 2014, sem Rögnvaldur Guðmundssonar hefur tekið saman og byggja á könnunum sem fyrirtæki hans, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar hefur staðið fyrir meðal ferðamanna.
Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunin frá 2005  - (RRF, September 2013)
Samantekt tölfræðilegra upplýsinga um fjölda og ferðavenjur gesta í Þingeyjarsýslum 2012 og þróunina síðan 2005, sem Rögnvaldur Guðmundssonar hefur tekið saman og byggja á könnunum sem fyrirtæki hans, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar hefur staðið fyrir meðal ferðamanna.
Greining innviða á Norðausturlandi- (Febrúar 2012)
Skýrslan er unnin af Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga vegna undirbúnings orkunýtingar og uppbyggingar innviða til að takast á við umfangsmikla atvinnuuppbygginu á svæðinu, skv. samningi við iðnaðarráðuneytið, Landsvirkjun og verkefnisstjórn sem skipuð var skv. ákvæðum í viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, Norðurþings, Skútustaðahrepps, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps dags. 25. maí 2011.
Northeast Iceland Infrastructure Analysis - (September 2012)
compiled by Northeast Iceland Development Agency (Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf.) in preparation for energy intensive industry in the region by agreement with the ministry of industry, energy and tourism, Landsvirkjun and a project management team assigned on the basis of an MOU between the government and the municipalities of Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit and Tjörneshreppur from May 2011.
Húsavíkurflugvöllur í Aðaldal – (Apríl 2011)
Á málþingi í tengslum við aðalfund Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2010 kom fram eindreginn vilji til þess að kannað væri raunhæfi þess að nýta Húsavíkurflugvöll í Aðaldal og bæta flugsamgöngur til Norðausturlands. Greinargerð þessi er skrifuð af starfshópi sem komið var á í kjölfar málþingsins og leiddur af AÞ
Greinagerd VerkNAUST - (Maí 2010)
Sumarið 2010 skilaði verkefnisstjórnin, NAUST, úttekt á fyrstu athugun á mögulega samstarfsaðila um orkunýtingu á Norðausturlandi. Greinargerðin var unnin á grundvelli viljayfirlýsingar milli iðnaðarráðherra, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem undirrituð var 22. október 2009.
Orkufrekur iðnaður í Þingeyjarsýslu - SVÓT greining - (Apríl 2010)
Greiningarvinna um eiginleika svæðisins m.t.t. orkufreks iðnaðar, unnin að tilhlutan verkefnisstjórnar sem sett var á fót í kjölfar undirritunar viljayfirlýsingar iðnaðarráðuneytisins og sveitarfélaganna á Norðausturlandi; Norðurþings, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps hinn 22. október 2009 um samstarf á sviði orkurannsókna, orkunýtingar og stórfelldrar atvinnuuppbyggingar í Þingeyjarsýslum.
Íbúafundir á Kópaskeri - greinargerð - (Haust 2009)
Greinargerð þessi er afrakstur af opnum íbúafundum sem haldnir voru á Kópaskeri haustið 2009 um „Möguleika og tækifæri í eflingu byggðar og atvinnu á Kópaskeri“. Fundirnir voru skipulagðir af Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga að tilhlutan sveitarfélagsins Norðurþings. Í greinargerðinni er stutt yfirlit um sögu Kópaskers og atvinnu þar, SVÓT greining fyrir þorpið og nágrenni og fjölmargar tillögur sem fram komu í „þankahríð“.
Greinargerð - Náttúruminjasafn Íslands - (Júní 2009)
Starfshópur fulltrúa safna, sýninga og rannsókna- og þróunarstofnana á Norðausturlandi hafa unnið að útfærslu hugmyndar um nýtt og breytt rekstrarform á Náttúruminjasafni Íslands. Hugmyndin er að safnið verði rekið í samstarfi þegar starfand safna og sýninga vítt og breitt um landið þar sem hver sérsýning taki mið af sérkennum þess svæðis sem um er að ræða.
Stefnumótun í ferðaþjónustu á Norðausturlandi - (Mars 2009/Des. 2008)
stefnumótandi áætlun um sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðausturlandi til fimm ára, unnin af teymi innlendra og erlendra sérfræðinga að frumkvæði AÞ í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Stefnumótunin byggir á stöðumati með ítarlegri samantekt og kortlagningu auðlinda svæðisins í ferðaþjónustu. Stefnumótunin er hér í íslenskri þýðingu.
Northeast Iceland Strategic Tourism Plan - (December 2008)
A five year strategic plan for sustainable tourism in Northeast Iceland, commissioned by Atthing and conducted by a team of experts led by John S. Hull. The strategic plan is based extensive research including meetings and interviews with local stakeholders and a tourism resource inventory compiled in a seperat State of Affairs document.
Current State of Affairs of Tourism in Northeast Iceland - (December 2008)
A report on the state of affairs of tourism in Northeast Iceland in 2008, submitted as part of the Tourism Strategic Plan for Northeast Iceland.  The report contains primary data (GIS) on the natural and cultural heritage of the region as well as secondary data from government  documents, tourism  reports and other sources.
Raufarhöfn - möguleg tækifæri til atvinnusköpunar - (Febrúar 2008)
Skýrsla byggð á vinnu starfshóps um möguleg atvinnutækifæri á Raufarhöfn sem skipaður var að tilhlutan sveitarstjórnar Norðurþings og í samstarfi við AÞ. Skýrslan var unnin af Elísabetu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanni sveitarstjóra Norðurþings og Sif Jóhannesdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Spatial North skyrsla - (Desember 2007/Maí 2008)
Greinargerð um aðstæður samþættrar áætlanagerðar í Skútustaðahreppi unnin samkvæmt verksamningi Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Byggðastofnunar á grundvelli vekefnisins Spatial Planning in Northern Peripheral Regions, NPP verkefni sem Byggðastofnun og Skipulagsstofnun voru þátttakendur að fyrir Íslands hönd.
Jarðhitaauðlindir - tækifæri á Norðausturlandi - (Hrefna Kr., Apríl 2008)
Úttekt á efnaeiginleikum vatns á lág- og háhitasvæðum á Norðausturlandi, sem og leirs og ferskvatns og hvernig þessar auðlindir geti nýst til heilsubaða og lækninga. Aðilar að verkefninu eru Auðlindasvið Viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri, Ferðamálasetur Íslands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, Þekkingarsetur Þingeyinga og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.
Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2001-2007 - (RRF, Febrúar 2008)
Samantekt tölfræðilegra upplýsinga um ferðamenn í Þingeyjarsýslum á árunum 2001-2007 sem Rögnvaldur Guðmundssonar hefur tekið saman og byggja á könnunum sem fyrirtæki hans, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar hefur staðið fyrir meðal ferðamanna.
Jarðskjálftasetur á Kópaskeri - (Október 2007)
Greinargerð um stofnun Jarðskjálftasetursins á Kópaskeri. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Þekkingarsetur Þingeyinga komu að undirbúningi þessa verkefnis í samvinnu við frumkvöðlana á Kópaskeri.  Skýrslan er tekin saman af Þekkingarsetri Þingeyinga (ÓH) vegna umsókna Skjálftafélagsins um fjármagn til Alþingis og sjóða haustið 2007.
Heimskautsgerði Raufarhöfn - (September 2005)
Samantekt upplýsinga um hina frumlegu nýsköpunarhugmynd um byggingu sk. heimskautsgerðis við Raufarhöfn (arctic-henge). Unnið undir stjórn Þekkingarseturs Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga í samstarfi við frumkvöðla verkefnisins á Raufarhöfn.  Jóna Kristín Gunnarsdóttir, nemi við Háskólann á Akureyri, vann að verkefninu sumarið 2005.
Ferðamenn í Þingeyjarsýslum 2004 - (RRF, 2004)
Samantekt tölfræðilegra upplýsinga um ferðamenn í Þingeyjarsýslum á árinu 2004 sem Rögnvaldur Guðmundssonar hefur tekið saman og byggja á könnunum sem fyrirtæki hans, Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar hefur staðið fyrir meðal ferðamanna.
Fish farming in Husavik - Iceland - (Ásmundur Gíslason, B.S., September 2004)
Samantekt á aðstæðum til fiskeldis við Húsavík fyrir mögulega framkvæmdar- og/eða rekstraraðila á sviði fiskeldis. Skýrslan, sem er á ensku, byggir á samstarfsverkefni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Frumkvöðlaseturs Norðurlands, Háskólans á Akureyri, Þekkingarseturs Þingeyinga og Háskólans á Hólum.
Náttúruauðlindir í Öxarfirði - (September 2004)
Samantekt gerð fyrir Öxarfjarðar- og Kelduneshrepp, í tengslum við verkefnið Hagræn nýting náttúruauðlinda við Öxarfjörð til atvinnusköpunar, sem þessi sveitarfélög stóðu fyrir. Skýrslan var unnin af Auði Aðalbjarnardóttur hjá Náttúrustofu Norðausturlands.