Flýtitenglar

Útivist og afþreying

Á árunum 2005-2006 gaf Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga út kortaseríuna Útivist og afþreying. Hún samanstendur af sjö vönduðum kortum sem dekka norðausturland frá Hörgárdal í vestri til Langaness í austri og suður fyrir innstu byggðir þessa svæðis. Á kortunum eru merktar gönguleiðir sem nánar er lýst á bakhlið, en þar er einnig að finna ýmsan fróðleik og gagnlegar upplýsingar um viðkomandi svæði. Nokkur kort hafa verið uppfærð og endurprentuð á seinni árum. Kortin eru til sölu í upplýsingamiðstöðvum og nokkrum verslunum á Norðausturlandi. Nánari upplýsingar veitir Ari Páll í síma 464 5412 eða netfanginu [email protected]
Smellið á myndina til að sjá kortaskiptinguna og hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um hvert kort.


 

Kort 1 nær yfir bæði Húsavík og Akureyri og svæðið þar á milli; innanverðan Eyjarfjörð, Skjáfandaflóa og og skagann þar á milli, sem sumir vilja nefna Flateyjarskaga en aðrir Gjögraskaga.

Merktar eru inn 37 göngu- og reiðleiðir og er þeim nánar lýst á textahlið kortsins; frá Glerárdal við Akureyri,  Vaðlaheiði, Látraströnd, Fjörðum og Flateyjardal, Fnjóskadal, Fljótsheiði, Reykjadal og Aðaldal. Á textahlið segir einnig frá ýmsum áhugaverðum stöðum á svæðinu.

Kortið kom fyrst út 2006, en var uppfært og endurprentað 2011.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)


Kort 2 nær yfir sunnanverða Þingeyjarsveit, Eyjafjarðarsveit og hluta Hörgársveitar. Merktar eru inn 29 göngu- og reiðleiðir sem nánar er lýst á textahlið korts; frá Öxnadal, Eyjafjarðardal, Garðsárdal, Bleiksmýrardal, Fnjóskadal og Bárðardal.
Á textahlið segir einnig frá ýmsum áhugaverðum stöðum á svæðinu.

Kortið kom fyrst út 2006, en var uppfært og endurprentað 2013.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)

Kort 3 nær yfir Tjörnes, Kelduhverfi, Jökulsárgljúfur, Þeistareyki og Gjástykki suður til Mývatns og þjóðvegar um Búrfellshraun.

Merktar eru 39 göngu- og reiðleiðir inn á kortið og þeim lýst nánar á textahlið. Á textahlið segir einnig frá ýmsum áhugaverðum stöðum á svæðinu, en þeir eru fjölmargir á þessum hring sem stundum er nefndur Demantshringurinn.

Kortið kom fyrst út 2005, en var uppfært og endurprentað 2013.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)

Kort 4 nær yfir Mývatnssveit og fjöll og öræfi sunnan vatns milli Skjálfandafljóts og Jökulsár á Fjöllum, suður fyrir Ferjufjall austan til og Suðurárbotna vestan til.

Merktar eru 23 göngu- og reiðleiðir inn á kortið og þeim lýst nánar á textahlið. Á textahlið segir einnig frá ýmsum áhugaverðum stöðum sem eru ófáir á þessum slóðum; s.s. Skútustaðagígar, Dimmuborgir og Námafjall í Mývatnssveit og Aldeyjarfoss innst í Bárðardal.

Kortið var gefið út 2005.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)

Kort 5 nær yfir Melrakkasléttu, Kópakser og Raufarhöfn, frá Kelduhverfi í vestri í Þistilfjörð í austri.

Merktar eru 24 göngu- og reiðleiðir inn á kortið og þeim lýst nánar á textahlið. Á textahlið segir einnig frá  áhugaverðum stöðum, s.s. Rauðanúpi, Blikalónsdal, Hraunhafnartanga og Rauðanesi.

Kortið kom fyrst út 2005 en var uppfært og endurprentað 2019.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)

Kort 6 nær yfir Hólssand og Hólsfjöll og fjalllendið austan Jökulsár á Fjöllum frá Víðdalsfjöllum í suðri til Búrfellsheiðar og heiðarlanda upp af Þistilfirði í norðri.

Merktar eru 17 göngu- og reiðleiðir inn á kortið. Nánari lýsing á leiðunum er að finna á textahlið kortsins. Þar er einnig stiklað á stóru um svæðið sem kortið nær yfir, s.s. byggðasögu, samgöngur og landgræðslu.

Kortið var gefið út 2006.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)

Kort 7 nær yfir Langanes, austanverðan Þistilfjörð, Bakkafjörð, Digranes og Sandvíkurheiði suður undir Vopnafjörð.

Merktar eru 23 göngu- og reiðleiðir inn á kortið og er þeim nánar lýst á textahlið kortsins.

Kortið kom fyrst út 2005 en var uppfært og endurprentað 2019.

Mælikvarði: 1:100.000

Stærð korts: 49x69cm
(Samanbrotið um 16×10 cm)