VAXNA

Vaxtarsamningur Norðausturlands (VAXNA ) er verkefnasamningur á milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir hönd ríkisins og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga fyrir hönd starfssvæðis félagsins, Norðausturlands.

Markmið samningsins er uppbygging atvinnulífs og efling samkeppnishæfni þess. Byggt er á þeim styrkleikum og sérkennum svæðisins sem stuðlað geta að efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbæru samfélagi. Unnið er að mótun heildstæðrar þróunaráætlunar með áherslu á svæðisbundið klasasamstarf fyrirtækja um nýsköpun og framþróun.

Verkefni sem styrkt eru af VAXNA þurfa því að byggja á samstarfi aðila og falla að meginmarkmiðum samningsins.

Umsækjendur geta verið fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar á Norðausturlandi, frá og með Þingeyjarsveit í vestri að og með Langanesbyggð í austri.