Flýtitenglar

Verkefni

AÞ starfar að margvíslegum verkefnum tengdum atvinnurekstri og byggðamálum. Stöðugt eru verkefni í gangi, sum lítil sem taka stuttan tíma, en önnur stór og taka lengri tíma, jafnvel nokkur ár. Ekki er alltaf einfalt að mæla árangur verkefna en mörg þeirra skila góðum árangri og verða að veruleika, meðan önnur komast ekki á framkvæmdastig eða teljast ekki hagkvæm. Eðli málsins samkvæmt er nokkuð stór hluti verkefna bundinn viðskiptatrúnaði milli ráðgjafans og samstarfsaðilans.

Verkefnum mætti skipta í eftirfarandi fimm flokka:

  • Verkefni sem unnin eru fyrir og í samstarfi við einstaklinga og starfandi fyrirtæki.
  • Verkefni, sem unnin eru að beiðni sveitarfélaga.
  • Svæðisbundin verkefni sem ná yfir fleiri en eitt sveitarfélag.
  • Verkefni sem varða allt svæðið.
  • Almenn gagnavinnsla og upplýsingagjöf um svæðið.

Á tenglunum hér til hliðar eru fáein dæmi um verkefni sem AÞ hefur unnið að.