Ferðamálaáætlun

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur unnið að stefnumótandi áætlun um sjálfbæra ferðaþjónustu á Norðausturlandi til  fimm ára. Tilgangurinn með þessari áætlun er að skilgreina nýja sýn fyrir ferðaþjónustu á svæðinu með þau markmið að auka efnahagslegan virðisauka á svæðinu, skapa atvinnu og varðveita náttúru- og menningararfleifð okkar.

Á verkefnatímanum var unnið að því að safna og skrá í landfræðilegt upplýsingakerfi (GIS) þær auðlindir sem ferðaþjónustan byggir á, staðið fyrir námssmiðjum (workshops) þar sem hagsmunaaðilum gafst tækifæri til að koma hugmyndum sínum og athugasemdum á framfæri. Á grundvelli þessara upplýsinga var stefnumótunaráætlunin síðan unnin. Forsenda þess að ná góðum árangri í ferðaþjónustu er að geta boðið upp á vel skilgreindar afurðir sem ferðamenn eru tilbúnir til að kaupa og þá skiptir höfuðmáli að búa yfir sterkri ímynd sem markaðurinn þekkir.

Við réðum til verksins teymi sérfræðinga á sviði ferðamála með víðtæka alþjóðlega reynslu. Þessir sérfræðingar koma frá Íslandi Nýja Sjálandi og Kanada og sækja sérþekkingu sína bæði til menntunar og reynslu úr greininni. Hópurinn vann með áhugasömum aðilum og leiðbeina við áætlunargerð. Að vinnuferlinu kom einnig námsfólk af svæðinu og þannig byggist upp reynsla hjá nýrri kynslóð stefnumótenda í ferðaþjónustu.

Teymið sem leiddi stefnumótunarvinnuna samanstóð af eftirtöldum aðilum:
John S. Hull, Ph D. verkefnisstjóri
Edward Huijbens, Ph D., forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
Carol Patterson, ferðaþjónusturáðgjafi, Kalahari Management, Inc., Kanada
Simon Milne, forstöðumaður Rannsóknarstofnunar ferðamála á Nýja Sjálandi
Gunnar Jóhannesson, atvinnuráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.

Þeir sem hafa einhverjar spurningar eru hvattir til að hafa samband við Jónu Matthíasdóttur hjá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.

Hér fyrir neðan má nálgast stöðumatið og stefnumótunina.

           

Stöðumat                                    Stefnumótun                            Stefnumótun
(enska - 5,03mb)                        (íslenska - 0,98mb)                    (enska - 1,37mb)