Beint į leišarkerfi vefsins
Atvinnužróunarfélag Žingeyinga
 

Getting the Best out of the regional innovation system er verkefnistillaga aðila frá fjórum löndum sem AÞ er þátttakandi í og hlaut samþykki um styrk vorið 2007 frá Nordic Innovation Center (Norræni nýsköpunarsjóðurinn). Aðrir þátttakendur koma frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi.

Meginmarkmið GEBRIS verkefnisins er að bæta nýsköpunarumhverfið og nýta það betur til þess að mæta þörfum viðskipta- og atvinnulífs á hverju svæði. Verkefnið byggir að verulegu leyti á sérstökum viðfangsefnum (case) á hverju svæði. Viðfangsefni AÞ hefur nokkra sérstöðu þar sem við erum að fást við ferðaþjónustu á meðan samstarfsaðilarnir eru flestir að fást við tækniumhverfi. Verkefnið stefnir hins vegar að sömu markmiðum og fellur vel inn í þann ramma sem GEBRIS verkefninu er settur.  Það er von okkar að með þátttökunni skapist aðgangur að bæði þekkingu og fjármagni sem nýta má til nýsköpunar í ferðaþjónustu á svæðinu frá Jökulsá austur á Bakkafjörð.

Megináhersla AÞ í GEBRIS er þróun og kynning á áhugaverðum "pökkum" í þjónustu og afþreyingu á umræddu svæði. Að byggja ímynd í kringum norðrið og heimskautsbaug, náttúru og menningu. Megintilgangurinn er að efla ferðaþjónustu og um leið mannlíf á svæðinu. Á strandlengju svæðisins, sem er aðeins 3km frá heimskautsbaug þar sem hún liggur nyrst, eru 4 þorp með íbúafjölda frá um 100-400. Svæðið hefur átt við alvarlega fólksfækkun að stríða undanfarin ár, en það er sterkur vilji til nýsköpunar meðal heimamanna á hverjum stað.

Nálgunin er í meginatriðum sú að rannsaka og greina tækifæri á svæðinu, tengja saman aðila frá hverjum stað til að mynda svæðisnet.  Deila reynslu og hugmyndum um þá möguleika sem hvert svæði býður upp á og tvinna þær saman í heildarímynd fyrir svæðið.  Á hverjum stað fyrir sig eru þegar nokkrir virkir aðilar, og einnig er vísir af samstarfi á svæðinu í tengslum við Strandmenningarverkefnið. Hugmyndin gengur út á að byggja á því samstarfi sem þegar er fyrir hendi á svæðinu og efla það enn frekar. Einnig horft til þess að byggja á þeirri góðu reynslu sem fengist hefur af öðrum hliðstæðum verkefnum hjá AÞ. Með því að beita nálgun sem sannað hefur gildi sitt, byggja ofan á hugmynda- og þróunarvinnu sem til staðar er í bland við nýjar hugmyndir sem uppi eru á hverjum stað, sjáum við fyrir okkur að ná því besta út úr nýsköpunarumhverfinu sem aðstæður á hverjum tíma gefa tilefni til.

GEBRIS hófst formlega 1. september 2007 en undirbúningur hefur staðið frá því síðasta vetur. Verkefnistímabili lýkur 31. desember 2009. Þegar ljóst var að verkefnið nyti stuðnings og yrði að veruleika var farið að horfa á að nýta þennan farveg til að efla enn frekar verkefni og vinnu á umræddu svæði frá Kópaskeri að Bakkafirði. Það er talið að mörgu leyti ákjósanlegur rammi til að sækja um frekara fjármagn og vera þannig rammi eða farvegur til að stækka og halda utan um vinnu eða verkefni sem beinast að þeim meginmarkmiðum sem GEBRIS stendur fyrir. Þannig gerum við ráð fyrir að GEBRIS verkefnið (okkar hluti) standi í amk 3 ár þ.e. 1. sept 2007-1. sept. 2010. Jafnframt er gert ráð fyrir að leitast verði við að stækka heildarverkefnis-áætlunina frá því sem miðað var við í upphaflegu verkefnishugmynd.


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvęši