Flýtitenglar

Innviðagreining

Greining innviða á Norðausturlandi var unnin af starfsfólki Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga að tilhlutan verkefnisstjórnar sem starfar á grundvelli viljayfirlýsingar fjögurra sveitarfélaga á svæðinu og ríkisstjórnarinnar, sem gerð er grein fyrir á öðrum stað í skýrslunni. Iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun kostuðu vinnuna og veittu verðmæta aðstoð við verkið ásamt fleiri aðilum, s.s. sveitarfélögin á svæðinu, Landsnet og Íslandsstofa – erlendar fjárfestingar. Greinagerðinni er skipt upp í tíu efniskafla með mismörgum undirköflum; skipulagsmáls og landnotkun, orkumál, aðstæður til mannvirkjagerðar, umhverfisþætti, samgöngur og flutninga, vinnumarkað, þjónustu, samkeppnisstöðu og að lokum skatta og ívilnanir. Lagt var upp með að greina þörf fyrir uppbyggingu og styrkingu innviða, meta þörf fyrir eflingu og styrkingu opinberrar þjónustu og huga að innri vexti atvinnulífsins á svæðinu og fjölbreytni þess. Skýrslan kom út á íslensku í byrjun árs 2012 og í enskri útgáfu í maí byrjun.

Greinagerðina  í heild sinni má finna á báðum tungumálum undir Útgefið efni.