Beint á leiđarkerfi vefsins
Atvinnuţróunarfélag Ţingeyinga

Sjálfbært samfélag
Þegar hugað er að stórverkefnum í atvinnusköpun á okkar svæði hefur gjarnan verið horft til þess að á Húsavík eru mjög góðar hafnaraðstæður og enn fremur nálægð við miklar orkuauðlindir á háhitasvæðunum.
Húsavík hefur því verið til athugunar sem vænlegur kostur fyrir orkufrekan iðnað á norðurlandi allt frá árinu 1977.  Ýmsir möguleikar hafa verið skoðaðir því sambandi og sumir reyndir.  Samfara því hefur mikil vinna verið lögð í rannsóknir tengdum orkuvinnslu á svæðinu. Þannig hefur safnast þekking og reynsla á þessu sviði þótt ýmsar stóriðjuhugmyndir hafi ekki náð fram að ganga.
Fremur en að bíða eftir áhugasömum kaupendum hefur afstaðan verið að safna gögnum, meta stöðu og tækifæri, skilgreina þannig hvað það er sem við höfum og útfæra skynsamlega nýtingu á því til hagsbóta fyrir samfélagið.  Um þetta snýst verkefnið sem við köllum sjálfbært samfélag.

Sjálfbært samfélag er samfélag þar sem
• jafnvægi ríkir
• íbúaþróun er svipuð og á landsvísu.
• aldurssamsetning er í takt við meðaltal.
• auðlindir svæðisins eru nýttar á sjálfbæran hátt og með virðingu fyrir umhverfinu.
• íbúarnir eru vakandi yfir nýjum tækifærum og eru reiðubúnir að nýta sér þau.

Á þessum síðum reynum við að gera nokkra grein fyrir því hvernig þróunin hefur verið hvað þessi atriði varðar og enn fremur greina frá helstu áföngum í þessu verkefni og upplýsingar sem því tengjast eftir því sem við á.


Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Stćkka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda ţessa síđu Prenta ţessa síđu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvćđi