Beint į leišarkerfi vefsins
Atvinnužróunarfélag Žingeyinga
Hvað er sjálfbær þróun?

Sjálfbær þróun snýst í stuttu máli um að leita jafnvægis milli þriggja megin þátta sem móta samfélagið; félagslega, efnahagslega og umhverfislega.

Árið 1983 var skipuð nefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna til þess að leita leiða til að bregðast við áhyggjum af því að síaukinn ágangur mannsins á náttúruauðlindir stefndi umhverfinu í hættu, og þar með félagslegu og efnahagslegu öryggi komandi kynslóða.
Nefndin, sem kennd hefur verið við formanninn og kölluð Brundtland-nefndin, skilaði tillögum sínum í skýrslu árið 1987, og þar er að finna þekktustu skilgreiningu á hugtakinu sjálfbær þróun:

"Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að draga úr
möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum."

Í samræmi við tillögur nefndarinnar efndu Sameinuðu Þjóðirnar til heimsráðstefnu um umhverfi og þróun, sem haldin var í Rio De Janeiro 1992 með þátttöku 172 þjóðríkja. Á ráðstefnunni voru gerðir ýmsir alþjóðasáttmálar sem mörkuðu tímamót í umhverfis- og þróunarmálum (m.a. um loftslagsbreytingar, verndun líffræðilegrar fjölbreytni og Dagskrá 21).
Í Rio-yfirlýsingunni, sem samþykkt var á ráðstefnunni eru settar fram 27 grunnreglur varðandi umhverfi og þróun. Þar segir í fyrstu grunnreglu:

"Sjálfbær þróun snýst um manninn og möguleika hans.
Fólk á að geta starfað og lifað heilbrigðu lífi í sátt við náttúruna"

 

 


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvęši