Beint į leišarkerfi vefsins
Atvinnužróunarfélag Žingeyinga

Stóriðja og fjölbreytni
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur um árabil unnið að því að treysta atvinnulíf á svæðinu með ýmsum hætti. Félagið hefur veitt stuðning við þá starfsemi sem fyrir er, en einnig haft frumkvæði að og aðstoðað við greiningu á nýjum tækifærum og nýtingu þeirra. Slík verkefni geta verið af ýmsum stærðargráðum frá alþjóðlegum samstarfsverkefnum í aðstoð við smáfyrirtæki.

Einn helsti styrkleiki svæðisins felst í miklum fjölbreytileika sem stuðlað hefur að því að margt hefur áunnist í varnarbaráttunni. Það hefur hins vegar einungis dugað til að hægja á neikvæðu ferli en ekki snúa því við. Þetta er meginástæða þess að leitað hefur verið eftir stærri tækifærum sem kjölfestu atvinnulífs á svæðinu.

Því er ekki horft til stóriðju í stað fjölbreyttari smáverkefna heldur sem viðbót sem stutt gæti við slík verkefni. Mikil áhersla er lögð á að slíkt verkefni geti starfað samhliða og jafnvel eflt þá stafsemi sem fyrir er á svæðinu. Reynslan og rannsóknir sýna að það er ekki bara fjöldi starfa sem heldur í fólk eða laðar það að byggðarlagi, heldu fjölbreytileiki þeirra. Það er því afar mikilvægt að viðhalda honum og efla enn frekar með áframhaldandi nýsköpun hvort sem hugmyndir um álver ná fram að ganga eða ekki.


Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Information in english

Myndir


Starfssvęši