Flýtitenglar

Snow Magic

Snow Magic var heiti umfangsmikils þróunarverkefnis sem að komu þátttakendur frá þremur löndum, þ.e. Íslandi, Svíþjóð og Finnlandi.  Verkefnishugmyndin var mótuð í umsókn um fjárhagsstuðning í Northern Periphery Programme (NPP) – Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins.  NPP er ætlað að stuðla að samstarfsverkefnum meðal svæða á norðlægum slóðum í Evrópu.
Í íslenska hluta verkefnisins var sjónum beint að Mývatnssveit og fór Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga með verkefnisstjórn í samvinnu við heimaaðila.  Markmið íslenska hlutans hefur verið að efla atvinnulíf í Mývatnssveit, sérstaklega yfir vetrartímann, með áherslu á ferðaþjónustu og menningu.

Meginmarkmið verkefnisins voru að:

  • auka möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða yfir vetrartímann
  • virkja heimafólk, sérstaklega ungt fólk
  • skipuleggja samstarf og bæta samvinnu fyrirtækja, fyrst og fremst í Mývatnssveit en einnig við fyrirtæki, stofnanir og aðra aðila á aðliggjandi svæðum
  • fjölga ferðafólki (gestum)
  • hjálpa atvinnulífinu á svæðinu
  • safna sögum, ævintýrum/þjóðsögum sem gætu verið áhugaverðar fyrir aðra en heimafólk.

Skipaður var stýrihópur þann tíma sem verkefnið starfaði en í honum sátu:
Leifur Hallgrímsson, Yngvi Ragnar Kristjánsson, Sigríður Þorgrímsdóttir, Grétar Þór Eiríksson og Jón Óskar Ferdinandsson.
Verkefnastjóri var Gunnar Jóhannesson og starfsmaður verkefnisins Jóna Matthíasdóttir.

Formlega lauk Snow Magic verkefninu, sem NPP verkefni, haustið 2007, en út úr verkefnisvinnunni hafa sprottið ýmis smærri verkefni eins og aðventusamstarfið sem heimamenn hafa haldið áfram með.