Flýtitenglar

Þingeyska matarbúrið

Þingeyska matarbúrið er greiningar-, þróunar- og markaðsverkefni sem hófst árið 2007. Meginmarkmið verkefnis er að stuðla að meiri sjálfbærni Norðausturlands í efnahagslegu og menningarlegu tilliti, og efla gildi þess og ímynd út á við sem inn á við. Enn fremur að:

  • Móta sameiginlega sýn þar sem dregin er fram sérstaða einstakra greina og svæða og hún samtvinnuð í sterka og heildstæða ímynd.
  • Þróa framleiða og kynna vörur og þjónustu sem byggja á þingeysku hráefni og matarhefð
  • Hvetja til framleiðslu á nýjum vörum sem byggja á þingeysku hráefni og menningu.
  • Stuðla að samþættingu milli greina. Tvinna saman framleiðslu og framboð á vöru og þjónustu.
  • Byggja á sérstöðu svæðisins til að skapa virðisauka sem skilar sér til heimamanna.
  • Byggja á reynslu og tengslum sem þegar hefur áunnist í öðrum samstarfsverkefnum til að ná betri árangri.
  • Hvetja fyrirtæki og einstaklinga til nýsköpunar og efla meðvitund þeirra um þann styrk sem þau geta hlotið hvert af öðru með samstarfi.
  • Styðja fyrirtæki og samfélag á svæðinu með því að skapa heildstæða reynslu fyrir ferðamenn þar sem saman fléttast matur menning og afþreying.

Klasamyndun

Á opnum fundi sem verkefnisstjórn “Þingeyska matarbúrsins” stóð fyrir haustið 2008 var ákveðið að setja á fót klasasamstarf um verkefnið “Þingeyska matarbúrið”.
Það eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Búgarður – ráðgjöf sem standa að þessu verkefni og hófst það formlega í september 2007.

Verkefnisstjórn ÞM skipa; Gunnar Óli Hákonarson (Viðbót) Björn Víkingur Björnsson (Fjallalambi) Guðbjartur Benediktsson (Sölku) Sigurgeir Ólafsson (Kiðagili) María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur hjá Búgarði og Jóna Matthíasóttir verkefnisstjóri hjá AÞ sem heldur utan um verkefnið.

Meginmarkmið verkefnisins er að stuðla að auknu heildarvirði svæðisins og meiri sjálfbærri þess í efnahagslegu og menningarlegu tilliti.
Við leggjum áherslu á að þróa, framleiða og kynna vörur og þjónustu sem byggja á Þingeysku hráefni og matarhefð.
Þá munum við taka þátt í samstarfsverkefnum bæði innanlands og alþjóðlegum enda gefi þau tilefni til aukins árangs eða stuðli með öðrum hætti að framgangi verkefnisins.

Árgjöld að verkefninu hafa verið ákveðin;
Einyrki kr. 2.500-
Fyrirtæki með 2-10 ársverk kr. 7.500-
Fyrirtæki með 10 ársverk eða fleiri kr. 12.500-

Frekari upplýsingar um ÞM veitir Jóna Matthíasdóttir hjá Atvinnuþróunarfélaginu